þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Góðan daginn!

Jæja, ég ætlaði nú að blogga smá í gærkvöldi, en það fór nú bara þannig að ég kveikti ekki einu sinni á tölvunni þegar ég kom heim úr höfuðborginni. Ég verð einhvernvegin alltaf svo þurrausin eftir ferð þangað... svo þið skuluð ekki búast við mjög gáfulegum bloggum á mánudögum og fimmtudögum :)
Ferðin til Reykjavíkur var annars tíðindalítil, nema ég fór í heimsókn til tveggja vinnufélaga minna og kíkti á 12 daga gamla soninn þeirra... svaka bolti með mikið dökkt hár. Það er alltaf hættulegt að sjá svona kríli :) En sem betur fer líður hættan alltaf hjá aftur...
Emil varð voða kátur að sjá mig þegar ég kom heim, en ég varð ekki eins glöð, því hann hafði dundað sér við að tæta innan úr dýnunni sinni, svo forstofan var full af hvítum hnoðrum. Ég mátti því byrja á að safna þeim saman og troða inn í dýnuna. Nú kemur sér vel að hafa náð saumavélinni minni frá Mýrum... ég verð sem sé að fara að sauma fleira en gardínur.
Það er eiginlega alveg ómögulegt að skilja hvuttann eftir svona einan, því þegar hann er ekki að dunda sér við skemmdarverk, þá sefur hann greinilega mikið... því hann sefur ekkert nóttina eftir einveruna. Í nótt sótti hann öll nagbeinin sín og skellti þeim framan í mig, hefur sennilega ætlað að sýna mér að það væri allra meina bót að naga svoleiðis. Ég var hins vegar ekki alveg í stuði til að naga... vildi frekar ná einhverjum svefni. Hann hlustaði hins vegar ekkert á að ég hefði ekki sofið allan daginn í gær og hélt áfram að finna upp á ótrúlegustu hlutum til að halda mér vakandi.
Í dag fer ég í langþráða klippingu og svo í atvinnuviðtal í Hyrnunni. Nei, ég er ekki að fara að skipta um vinnu sko... heldur ætla ég bara að fá mér aukavinnu um kvöldin og um helgar.
Jæja... nú hef ég bara ekkert meira að segja, bless!

9:12 f.h.
|

sunnudagur, ágúst 29, 2004


Emil Snatason Posted by Hello

Já, svei mér þá... mér tókst það bara :)


12:52 e.h.
|

Jæja!

Þá er ég mætt í bloggheima... jei! Svo er bara að sjá hvort ég hef eitthvað að segja... og hvort einhver nennir yfirhöfuð að lesa það sem ég hef að segja. Það er svo sem ekki mikið í gangi í mínu lífi, það er mjög rólegt hjá okkur Emil hér í Borgarnesi, en maður veit aldrei, kannski fer eitthvað að gerast :)
Nú ætla ég að gá hvort mér tekst að setja inn mynd... og það verður sambýlingurinn minn sem sést hér ef það tekst...


12:33 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker