föstudagur, mars 31, 2006

Vegna fjölda áskorana...

Allt í lagi, ég skal blogga. Síðustu vikur hafa verið frekar klikkaðar í vinnunni svo ég hef bara ekki haft tíma til að gera neitt skemmtilegt. Gaf mér þó tíma til að skreppa í fermingarveisluna hjá Aldísi frænku og það var bara gaman. Góður matur og skemmtilegt fólk.
Eftir veisluna skelltum við hjónin okkur í IKEA og eyddum fullt af peningum og það var líka gaman :-) Við keyptum okkur geisladiskahillur sem voru í svo löngum kössum að ég þurfti að sitja nánast undir mælaborðinu á leiðinni heim.
Þegar heim var komið voru hillurnar skrúfaðar saman og settar upp og þegar það var búið fórum við að raða í þær. Þá komumst við að því að við eigum bara ekki nógu mikið af geisladiskum, svo nú þarf að kaupa fleiri svoleiðis :-)
Emil situr hér hjá mér og er að biðja mig að flytja nýjustu fréttir af sér. Hann var rosalega duglegur í gærkvöldi. Hann ákvað nefnilega að skella sér í vorhreingerningar (hann fékk að vísu smá aðstoð frá mömmu sinni). Bólin hans voru hrist úti á svölum, dallarnir hans fóru í uppþvottavélina, það var sett hreint á rúmið hans og svo endaði hann á því að skella sér í bað. Hann var nú ekkert lítið montinn þegar hann var búinn að þessu öllu og núna er hann glansandi fínn og ilmandi. Hann er í miklu hárlosi núna og það eykst alltaf þegar hann er nýbúinn í baði, svo hann benti á að það væri betra að fara í bað núna til að hárlosið verði farið að minnka þegar amma hans kemur í heimsókn :-)
Jæja, best að halda áfram að vinna... þarf að undirbúa fund sem verður með ráðuneytisfólki á mánudaginn. Eins gott að vera með allar staðreyndir á hreinu...
Ciao!

10:40 f.h.
|

fimmtudagur, mars 09, 2006

Kommentasúpa...

Jæja, fyrst að kommentin á síðasta bloggi eru orðin 40 þá er nú sennilega kominn tími til að tjá sig eitthvað hérna :-)
Ég var nú hálf hissa hvað fólk var lengi að taka við sér að kommenta, bjóst nú við einhverju rifrildi um efni bloggsins, en í heila viku gerðist ósköp lítið. Þá skondraðist hún Breeeenja frænka inn á bloggið og kommentaði alveg á fullu... og vakti þá loksins þau viðbrögð sem ég bjóst við í upphafi ;-)
Ég hef nú reyndar ósköp lítið til að blogga um, allir dagar snúast um vinnu og aftur vinnu... og skattaskýrsluna þegar vinnudegi lýkur. Ég er reyndar bara að gera okkar skýrslu og ætla ekki að taka að mér eina einustu aðra. En okkar skýrsla er nú bara frekar flókin núna, svo ég held ég verði bara svei mér þá að hringja í þjónustusímann hjá RSK og óska aðstoðar...
Helgin mun verða róleg... Iris var reyndar að reyna að fá mig með í kalllausa systraferð, en ég held ég sleppi því, er orðin svo rosalega heimakær eitthvað og alveg hætt að nenna öllu flakki... það hlaut nú að koma að því, ekki satt? Enda lítil þörf á því að flakka lengur þegar það sem ég var alltaf að leita að er hérna heima :-)
Núna ætla ég að standa upp frá tölvunni og fara að horfa á Friends eða eitthvað.
Ha det!

5:32 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker