miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Til hamingju Ísland!

Jæja, eruð þið ekki hress? Ekki ég... er með kvef og mína venjulegu nefsýkingu sem ég fæ reglulega. Orðin dálítið þreytt á henni, enda er hún búin að koma á þriggja mánaða fresti í níu ár!
Annars er bara lítið að frétta, lífið gengur sinn vanagang. Við Emil sitjum við tölvuna (hann liggur nú reyndar meira við lappirnar á mér) allan daginn og Elli þvælist um skagann á vörubíl á meðan.
Hafið þið spáð í hvað myndi gerast ef við myndum asnast til að vinna Eurovision einhverntíma? Íslendingar eru með svo mikið stórmennskubrjálæði að við verðum alltaf að vera flottust og sterkust og best í öllu. Ef við myndum vinna keppnina yrði keppnin hjá okkur að vera stærri og flottari í alla staði en hjá öðrum þjóðum. Ríkisútvarpið yrði því að punga út ansi mörgum aurum fyrir stærstu og flottustu Eurovisionsýningu allra tíma. Þar sem RÚV á nú enga aukasjóði eftir þegar búið er að kaupa leiðinlegasta menningarefni í heimi og fullt af fótboltaleikjum þá yrði að hækka skattana í landinu til að eiga fyrir Eurovision. Og hver borgar skattana?
Þannig að nú segi ég bara TIL HAMINGJU ÍSLAND! Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af að skattarnir verði hækkaðir á næsta ári til að halda söngvakeppni :-)
(Svona fyrir ykkur sem búið í útlöndum og vitið ekkert hvað ég er að tala um þá er þetta framlag Íslendinga til Eurovision í ár)
Góðar stundir :-)

5:46 e.h.
|

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Hellú!

Jæja, er ekki kominn tími á blogg?
Hjá mér er frekar lítið að frétta þessa dagana, það er svo mikið að gera í vinnunni að ég geri eiginlega bara ekkert annað. Er alltaf að reyna að gera fjárhagsáætlun fyrir árið, en það er frekar erfitt þegar ákveðinn ráðherra er alltaf að skipta um skoðun, svo ég þarf að reikna allt aftur og aftur og aftur...
Emil slasaði sig í fyrradag og er núna haltur á tveimur fótum. Hann var úti að hlaupa og skar sig í lappirnar á einhverju og er búinn að vera voða lítill í sér síðan. Hann er nú samt allur að koma til. Hann er ótrúlega rólegur þegar við erum að skoða á honum lappirnar, treystir okkur greinilega alveg fyrir sínum sárum.
Við keyptum okkur frystikistu í byrjun mánaðarins og erum búin að vera að dunda okkur við að kaupa mat í hana. Við eigum núna von á tveimur lambaskrokkum að norðan, ef þeir komast þá suður vegna veðurs.
Kistan átti að fara upp á loft, en dyrnar þangað voru EINUM cm of mjóar svo það gekk ekki... hún verður því að deila herbergi með þvottavélinni og þeim kemur nú bara ágætlega saman. Snúrurnar voru teknar niður og færðar upp á loft í staðinn, svo nú er alltaf hálfgerð útilykt af þvottinum og það er sko ekki slæmt :-) Þetta er þó bara tímabundið ástand, því það stendur til að brjóta niður eins og tvo veggi, einn til að opna betur upp á loft og annan til að stækka bleika og bláa baðherbergið. Sem sé miklar framkvæmdir framundan... vonandi á þessu ári, en það fer eftir fjárhag.Jæja, ætla að halda áfram að reikna. Bless í bili...

2:32 e.h.
|

föstudagur, febrúar 10, 2006

Klukkuð aftur!

Ég var klukkuð af henni Sigrúnu Heiðu, alltaf gaman að svona:

4 störf sem ég hef unnið um ævina:
1. Mjaltatæknir
2. Dagskrárgerðarmaður
3. Leiðbeinandi í grunnskóla
4. Fjármálastjóri

4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
1. Stella í orlofi
2. As good as it gets
3. The gods must be crazy
4. Finding Nemo

4 staðir sem ég hef búið á (bara 4???):
1. Borgarnes
2. Húnaþing vestra
3. Keflavík
4. Skagafjörður

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
1. Friends
2. Lost
3. Desperate Housewifes
4. Scrubs

4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
1. Mbl.is
2. Vísir.is
3. Ljósmyndakeppni.is
4. Barnaland.is (spjallið)

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Svíþjóð
2. Noregur
3. Kanaríeyjar
4. USA

4 matarkyns sem ég held upp á:
1. Cheerios með undanrennu
2. Grillað lambakjöt
3. Humar
4. Grillað folaldakjöt

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
1. Kanaríeyjar
2. Svíþjóð hjá mömmu
3. Úti að labba með eiginmanninn og hundinn
4. Í Bláa lóninu

4 bloggarar sem ég klukka:
1. Mamma
2. Heiðrún
3. Brynja
4. Snjólaug

11:37 f.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker