fimmtudagur, september 02, 2004

Reykingar

Þá er fyrsta vinnudegi í Hyrnunni lokið og líður brátt að næsta... Það var nú bara alveg ágætt að komast í vinnu sem er gerólík aðalstarfinu mínu. Ég afgreiddi fjöldann allan af pylsum og ís... það sem fólk getur étið! Það eina sem ég sé að geti orðið vandamál við þetta starf eru reykingarnar. Ég sem er ofurviðkvæm fyrir sígarettureyk reyni yfirleitt að forðast hann, en í Hyrnunni er það bara ekki hægt. Þó ég sé ekki inni í reykkofanum sjálfum þá á reykur það nefnilega til að vera ekki alltaf bara þar sem hann á að vera, hann þvælist um allt. Ég stóð sem sé í sjoppunni í fimm tíma í gærkvöldi og reykurinn var alltaf að koma og heilsa upp á mig. Þetta olli því að í morgun vaknaði ég með sáran háls, mikinn hósta, stíflað nef, bólgin augu og hausverk frá helvíti. Og nei... ég er ekki með kvef. Ég er hins vegar búin að semja um að fá að vera meira í búðinni en í sjoppunni, svo ég vona að þetta verði ekki vandamál í vetur. Annars verð ég bara að hætta í Hyrnunni og sækja um á Shell, þar sem reykingar eru bannaðar :)
Ég vil nota tækifærið og bjóða Heiðrúnu systur velkomna í bloggheima. Hennar blogg má lesa hér. Velkomin litla systir :)
Ég var að fá sms frá Heiðu og hún var að spyrja hvort ég væri komin með kall! Ég bjóst við því að nú væri komin einhver krassandi kjaftasaga, en þá var þetta bara af því að ég fékk happdrættismiða stílaðan á einhvern gaur á Hvammstanga og snillingarnir á pósthúsinu þar strikuðu yfir heimilisfangið hjá honum og skrifuðu mitt... veit ekki af hverju, veit ekki einu sinni hvaða gaur þetta er :) Ég bað Heiðu að segja þeim á pósthúsinu að ég muni láta þær vita ef ég fæ mér kall, þangað til vilji ég bara fá minn póst :)
Það var eitthvað rosalega merkilegt sem ég ætlaði að skrifa hérna núna, en ég man bara alls ekki hvað það er... svona er ellin. Svo ég hætti bara núna... Ciao


4:47 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker