miðvikudagur, september 15, 2004
Sumarfrí
Þá er kominn miðvikudagur og sumarfríið mitt og Emils langt komið. Þessi tími er nú ekki búinn að vera mjög viðburðaríkur, en ég er þó búin að koma upp gardínum í svefnherberginu svo ég blasi ekki við nágrönnunum lengur þegar ég striplast um á kvöldin :)
Ég er líka komin vel á veg með verkefni sem ég setti mér að klára í fríinu, en ég ætla ekki að gefa upp hvað það er, nánustu ættingjar fá bara að sjá það um jólin :) En þetta er mjög skemmtilegt verkefni, ég hló mikið í gær og Emil var farinn að stara á mig stundum...
Í gær las ég alveg frábæra bloggsíðu, með mjög fyndnum sögum. Þeir sem vilja skoða geta smellt hér. Ég vildi að ég gæti skrifað svona :)
Jæja, farin í sturtu... svo með hvuttann yfir á Seleyri, svo að vinna í allt kvöld... fjör :)
1:59 e.h.
|
Ég er líka komin vel á veg með verkefni sem ég setti mér að klára í fríinu, en ég ætla ekki að gefa upp hvað það er, nánustu ættingjar fá bara að sjá það um jólin :) En þetta er mjög skemmtilegt verkefni, ég hló mikið í gær og Emil var farinn að stara á mig stundum...
Í gær las ég alveg frábæra bloggsíðu, með mjög fyndnum sögum. Þeir sem vilja skoða geta smellt hér. Ég vildi að ég gæti skrifað svona :)
Jæja, farin í sturtu... svo með hvuttann yfir á Seleyri, svo að vinna í allt kvöld... fjör :)
1:59 e.h.