miðvikudagur, september 22, 2004

Töffarinn


Posted by Hello

Góðan dag!
Jæja, þá er Emil búinn að fara í hundaleikskólann í aðlögun í hálfan dag og svo var hann eftir hádegi hjá ömmu og afa, rosa gaman. Hann var svo duglegur í leikskólanum að hann má vera allan daginn á morgun. Honum leist nú reyndar ekki alveg á þetta í byrjun, setti upp rosa kamb og urraði þegar hann heyrði geltið í hinum hundunum og fann alla hundalyktina. Svo hitti hann rosalega feimna tík undir borði, og þá fór honum að finnast þetta alveg ágætt bara. Svo er hann orðinn svo stór að hann fékk fullorðinshálsól á mánudaginn og núna er hann rosa töffari eins og myndin sýnir :-)
Fleira spennandi hefur nú ekki gerst hjá okkur, nú er það bara vinna vinna og meiri vinna, brjálað að gera í vinnunni minni aldrei þessu vant. En það er nú líka bara ágætt, ég veit ekkert eins leiðinlegt eins og að hafa ekkert að gera.
Ég er alltaf að telja dagana þar til Iris kemur heim, nú eru bara 12 dagar þangað til... jibbí! Var að tala við hana á msn í gær og fékk að sjá Víði og mömmu gægjast í vefmyndavélina líka. Það er sniðugt apparat, ég mæli með að allir fái sér svoleiðis... og gefi mér eitt stykki líka ;-)
Jæja, verð að halda áfram að vinna, hættið að tefja mig...

12:22 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker