föstudagur, október 29, 2004
Allt að gerast...
Jæja, þá eru komnar tvær sögur í keppnina um neyðarlegasta atvikið. Þær eru báðar mjög fyndnar, svo nú er um að gera fyrir ykkur að pikka inn ykkar sögur til að reyna að slá þessar út :-) Munið svo að senda þær á þetta netfang og það þarf enginn að vera feiminn, því ég mun ekki gefa neitt upp um höfundinn nema með leyfi. Ég vona að ég fái fullt af sögum, því ég er búin að veltast um af hlátri hérna... og hláturinn lengir lífið. Kannski ég birti bara fleiri en eina sögu... hmmm.....
Ég hitti Húnvetninga þegar ég kom út úr KB (fór inn í Samkaup, kom út úr KB) í dag. Það voru Gísli og Aníta (sko þessi úr sveitinni, ekki þau á Tanganum) sem voru í menningarferð í stórborginni Borgarnesi. Gaman að hitta ykkur Aníta :-) Það þýddi sko ekkert að segja Anítu fréttir af mér, því hún sagðist hafa séð allt á blogginu. Líst vel á þetta.... nú þarf ég ekki að segja neinum neitt, allir vita allt um hvað ég er að gera :-) Svona á þetta að vera...
Farin að borða spergilkálið mitt, mmmm......
6:40 e.h.
|
Ég hitti Húnvetninga þegar ég kom út úr KB (fór inn í Samkaup, kom út úr KB) í dag. Það voru Gísli og Aníta (sko þessi úr sveitinni, ekki þau á Tanganum) sem voru í menningarferð í stórborginni Borgarnesi. Gaman að hitta ykkur Aníta :-) Það þýddi sko ekkert að segja Anítu fréttir af mér, því hún sagðist hafa séð allt á blogginu. Líst vel á þetta.... nú þarf ég ekki að segja neinum neitt, allir vita allt um hvað ég er að gera :-) Svona á þetta að vera...
Farin að borða spergilkálið mitt, mmmm......
6:40 e.h.