fimmtudagur, október 28, 2004
Besta sagan - verðlaun í boði!
Upp er runninn fimmtudagur. Við Emil skruppum til Reykjavíkur í gær, fórum í heimsókn til afa og ömmu og ætluðum að heilsa upp á Fjölni líka, en hann var ekki heima þegar okkur hentaði :-) Ég fór til læknis og hann var svo "vondur" við mig að ég hélt ég myndi ekki komast hingað heim aftur. Þegar það tókst skreið ég upp í rúm og breiddi sængina upp undir höku og lá í keng í þrjá tíma. Emil var svo indæll að vera slappur með mér, lá til fóta og hreyfði sig ekki. En þetta lagaðist allt saman og nú er ég hress og spræk. En það getur stundum verið erfitt að vera kona...
Sá einhver tunglmyrkvann í nótt? Ég var búin að lesa að hann ætti að byrja sex mínútur yfir miðnætti og ætlaði að bíða til að sjá, tunglið var beint fyrir utan svefnherbergisgluggann minn. Ég sofnaði yfir bókinni sem ég ætlaði að lesa þangað til að myrkvinn byrjaði, en vaknaði tólf mínútur yfir tólf og skreiddist út í glugga. Þá var tunglið bara alveg eins, svo ég fór bara upp í rúm og hélt áfram að sofa... missti sem sé af þessu öllu saman. Oh well... en ég sá sólmyrkva einu sinni... það var gaman.
Mér datt í hug um daginn að gera dálítið skemmtilegt hér á blogginu og fá mína tryggu lesendur í lið með mér. Mig langar að biðja ykkur að skrifa niður það neyðarlegasta sem hefur komið fyrir ykkur og senda það hingað. Ég les sögurnar og birti svo þessa sem mér finnst fyndnust. Þið getið beðið mig um að birta hana ekki undir nafni ef þið viljið ekki að aðrir viti hver þið eruð, og þið megið meira að segja senda mér söguna nafnlaust af einhverju nafnlausu netfangi ef þið viljið. Ég ætla reyndar að veita smá verðlaun, þannig að ef ég veit ekki hver það er sem vinnur fær viðkomandi ekki verðlaunin, en það er allt í lagi :-) Skilafrestur á sögunni verður 3. nóvember og sú besta verður birt þann 4. nóvember næstkomandi. Stuttur frestur, ég veit... en annars gleymist þetta bara :-) Ef þetta gengur vel læt ég ykkur hafa annað viðfangsefni þegar þessari keppni er lokið :-) Það hefur eitthvað neyðarlegt komið fyrir alla, svo látið nú ljós ykkar skína :-)
Ég áskil mér rétt til að stytta söguna ef hún verður of löng....
10:52 f.h.
|
Sá einhver tunglmyrkvann í nótt? Ég var búin að lesa að hann ætti að byrja sex mínútur yfir miðnætti og ætlaði að bíða til að sjá, tunglið var beint fyrir utan svefnherbergisgluggann minn. Ég sofnaði yfir bókinni sem ég ætlaði að lesa þangað til að myrkvinn byrjaði, en vaknaði tólf mínútur yfir tólf og skreiddist út í glugga. Þá var tunglið bara alveg eins, svo ég fór bara upp í rúm og hélt áfram að sofa... missti sem sé af þessu öllu saman. Oh well... en ég sá sólmyrkva einu sinni... það var gaman.
Mér datt í hug um daginn að gera dálítið skemmtilegt hér á blogginu og fá mína tryggu lesendur í lið með mér. Mig langar að biðja ykkur að skrifa niður það neyðarlegasta sem hefur komið fyrir ykkur og senda það hingað. Ég les sögurnar og birti svo þessa sem mér finnst fyndnust. Þið getið beðið mig um að birta hana ekki undir nafni ef þið viljið ekki að aðrir viti hver þið eruð, og þið megið meira að segja senda mér söguna nafnlaust af einhverju nafnlausu netfangi ef þið viljið. Ég ætla reyndar að veita smá verðlaun, þannig að ef ég veit ekki hver það er sem vinnur fær viðkomandi ekki verðlaunin, en það er allt í lagi :-) Skilafrestur á sögunni verður 3. nóvember og sú besta verður birt þann 4. nóvember næstkomandi. Stuttur frestur, ég veit... en annars gleymist þetta bara :-) Ef þetta gengur vel læt ég ykkur hafa annað viðfangsefni þegar þessari keppni er lokið :-) Það hefur eitthvað neyðarlegt komið fyrir alla, svo látið nú ljós ykkar skína :-)
Ég áskil mér rétt til að stytta söguna ef hún verður of löng....
10:52 f.h.