miðvikudagur, október 06, 2004
Fjölgun á heimilinu

Koli, Emil og leikfangið góða

Jæja, þá er Iris komin heim! Gamla góða frónið ákvað að hvíla hana á hitanum og lognið var svo yfir sig ánægt með að vera búið að endurheimta hana að það þeyttist um allt á ofsahraða. Þegar ég fór suður voru 40 m/s á Kjalarnesinu í hviðum, ég elti vörubíl og hann var oftast þversum. Sjórinn í Kollafirðinum var að æfa flug og það var nokkuð tilkomumikil sjón. Þegar við fórum upp í Borgarnes var svipað ástand, nema vindhraðinn var kominn í 43 m/s... endalaust fjör. Ágætt að það var engin hálka :-)
Emil er af einhverjum orskökum logandi hræddur við börn, og þegar við Iris kynntum hann fyrir Kola (Emil var í pössun hjá ömmu og afa á meðan ég fór að sækja Irisi) pissaði hvolpurinn á gólfið af hræðslu. En svo varð forvitnin hræðslunni yfirsterkari... hjá þeim báðum og nú eru þeir ágætis vinir. Koli er mjög duglegur að siða hvolpinn til. Svo þegar Iris og Koli fóru í búðina fann Koli leikfang handa Emil og fékk mömmu sína til að kaupa það. Þetta leikfang vakti svo mikla lukku hjá hvutta að hann er alltaf með það.
Iris og Koli fóru í sund með Rakel Ernu og við Emil erum því bara tvö hér heima. Emil notar tímann til að sofa og safna kröftum fyrir næstu kennslustund hjá litla manninum og ég á að vera að vinna... en er að blogga :-)
4:04 e.h.