laugardagur, október 02, 2004

Jóla hvað?

Laugardagur... tveir dagar þar til Iris kemur heim. Leiðinlegt fyrir mömmu, en gaman fyrir okkur hér á Íslandi. Ég fæ Kjartan Óla lánaðan á mánudaginn til að fara með hann til að sækja Irisi á flugvöllinn... það verður gaman að sjá gleðina þá :-)
Í gærkvöldi átti að vera partý, en það varð ekki... í dag átti að vera Friends maraþon, en það frestast þar til á morgun... svo ég er búin að nota tímann í að vinna við jólagjöfina og hún er bara alveg að verða tilbúin, enda ekki seinna vænna, það eru að koma jól :-) Þeir sem eru vanir að fá frá mér jólagjafir geta sem sé farið að hlakka til.
Núna ætlum við Emil að fara út að hreyfa okkur, svo ætlum við að skunda í Hyrnuna og leigja okkur spólu og svo ætlum við að eyða því sem eftir er dags eins og klessur upp í sófa :-) Ciao

3:53 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker