miðvikudagur, október 13, 2004

Kanski er nafnlausum Langárþursakindum beitt á plastherðatré hjá Dússa...

Sjaldan hefur umræðan á kommentunum verið eins lífleg og á því sem ritað var síðastliðinn mánudag. Hér kemur því nýtt blogg þar sem einn af mínum tryggu lesendum fór fram á að skipt yrði um umræðuefni.
Og hvað á þá efnið að vera? Ekki veit ég það.... Jú, heyrðu... get notað tækifærið og auglýst eftir geymsluplássi fyrir dótið hennar Irisar sem er sennilega að koma til landsins í dag. Veit einhver um nógu stórt pláss fyrir 5 rúmmetra af dóti? Reyndar er Heiða með alla anga úti fyrir Irisi til að finna geymslupláss og íbúð og aukavinnu, dugleg hún Heiða :-)
Ég vil benda þeim sem ekki hafa tekið eftir því á að Iris litla systir er mætt í bloggheima. Hér getið þið skoðað hennar blogg og einnig er hún komin efst á listann hér til hliðar. Verið nú dugleg að kommenta hjá henni líka. Svo mæli ég með því að allir fari inn á bloggið hennar Brynju og hvetji hana til að skrifa nú eitthvað skemmtilegt, því hún hefur ekkert skrifað í þessum mánuði....
Margir hafa verið að pæla í hver Anonymous er... ég hef aðallega leitt hann (já hann) hjá mér, því ég nenni ekki að vera forvitin. En svona ykkur til upplýsinga, þá er hann (já hann) með ameríska ip tölu... hmmm... Íslendingur í Ameríku... hver getur það verið? Og til að koma í veg fyrir endalausar pælingar í framtíðinni ef einhver nennir (eða kann) ekki að skrifa nafnið sitt í kommentin, þá verður þeim eytt jafnóðum og ég sé þau.... og hananú! Ég er ekkert pirruð, finnst bara að fólk eigi að skrifa undir nafni :-)



1:16 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker