mánudagur, október 25, 2004
Skókassar...
Góðan dag og gleðilega vinnuviku! Þá erum við Emil komin aftur í nesið og litli hvuttinn minn var mjööög ánægður að koma heim. Hann var í pössun hjá systur sinni um helgina og þó hann skemmti sér vel við að leika við hana var hann mikið glaður þegar mamma hans kom að sækja hann. Hann var svo glaður að hann gerði allt rétt, settist bara niður fast upp við lappirnar á mér og mændi á mig, reyndi ekki einu sinni að flaðra upp um fólkið í kring. Þegar við komum heim skreið hann upp í fangið á mér í sófanum, setti hausinn upp við hálsinn á mér og steinsofnaði... voða sætt, en hann fer nú að verða fullstór fyrir fangið á mér, er orðinn 18 kíló :-)
Helgin var fín, mikið spjallað og brallað... en Regína; ég var ekki í Húnaþingi svo ég komst ekki á ball með Sixties.
Skókassar já... fyrst þið endilega viljið vita það, þá bý ég til gjafaumbúðir úr skókössum, og eins og Heiðrún veit, þá eru umbúðirnar það flottar að það má nota þær í ýmislegt... ekki bara henda þeim í ruslið. Ekki satt Heiðrún? Ég kaupi mér nánast aldrei skó, bara í Svíþjóð og þá nenni ég ekki að drösla kassanum með heim, þannig að það er alltaf skókassaskortur á mínu heimili. Ég get reyndar notað alla kassa með lausu loki... bæði minni og stærri.
Jæja, ætli það sé ekki best að sinna vinnunni aðeins...
11:26 f.h.
|
Helgin var fín, mikið spjallað og brallað... en Regína; ég var ekki í Húnaþingi svo ég komst ekki á ball með Sixties.
Skókassar já... fyrst þið endilega viljið vita það, þá bý ég til gjafaumbúðir úr skókössum, og eins og Heiðrún veit, þá eru umbúðirnar það flottar að það má nota þær í ýmislegt... ekki bara henda þeim í ruslið. Ekki satt Heiðrún? Ég kaupi mér nánast aldrei skó, bara í Svíþjóð og þá nenni ég ekki að drösla kassanum með heim, þannig að það er alltaf skókassaskortur á mínu heimili. Ég get reyndar notað alla kassa með lausu loki... bæði minni og stærri.
Jæja, ætli það sé ekki best að sinna vinnunni aðeins...
11:26 f.h.