mánudagur, október 18, 2004

Veturinn er mættur!


Vetur 18. október 2004
Posted by Hello

Jæja, það er bara kominn vetur! Hér í Borgarnesi eru hríðarél og slatti af snjó yfir öllu... og skítkalt. Mér finnst veturinn nú vera fullsnemma á ferðinni, fúlt að þurfa að setja vetrardekkin undir löngu áður en það má. Emil er nú ekki vanur að vilja fara út á nóttunni, en um fimmleytið í morgun varð honum eitthvað brátt í brók og ég mátti staulast á lappir til að hleypa honum út. Reyndar var ég vakandi þegar þetta var, er ekki búin að sofa meira en tvo tíma í einu síðustu sex nætur, en það er önnur saga. Ég sem sé fór í slopp og elti hundinn niður. Þegar ég opnaði útidyrnar sá Emil snjó í fyrsta sinn og varð svo hissa að hann ætlaði ekki að þora út. Þegar hann hafði sig loksins út í þetta hvíta, kalda og blauta þurfti hann að þefa svo mikið að hann steingleymdi ástæðunni fyrir því að hann var utandyra. En eftir nokkra bið rifjaði hann það upp og kláraði sín mál. Þegar hann kom inn var hann svo spenntur að hann hljóp um allt og ég var heillengi að róa hann niður.
Helgin var róleg, Iris og Koli fóru norður á laugardaginn og ég var bara heima að taka til og vinna. Þegar Iris kom að norðan fór ég með henni í bæinn til að skila af mér vinnugögnunum, svo fórum við í 10/11 og sáum að það er dýrara að versla þar en í KB í Borgarnesi sem er að verða Samkaup. Ég keypti því bara algerar nauðsynjar (Cheerios) og ætla bara að fara í kaupfélagið í dag þegar Iris kemur heim úr vinnunni. Nenni ekki fyrr, því hún er á bílnum og ég nenni ekki að fara að leita að trefli, húfu og vettlingum...


1:25 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker