mánudagur, nóvember 01, 2004
Komnar fimm sögur...
Nú eru bara tveir dagar eftir af frestinum, svo þeir sem ætla að vera með í keppninni um neyðarlegasta atvikið ættu að fara að drífa sig að senda inn sögu. Sem fyrr má senda söguna á þetta netfang. Og munið að það er allt í lagi að senda nafnlaust, ég er meira að segja búin að gera það auðvelt fyrir ykkur. Til þess að senda nafnlaust farið þið inn á Hotmail, skráið ykkur inn sem sogukeppni@hotmail.com og lykilorðið er snatason. Veljið New message, smellið á nafnið mitt hægra megin, skrifið Neyðarlegt í subject og söguna í kassann. Sendið þetta svo af stað, og þá fæ ég póst frá ykkur, en veit ekkert frá hverjum hann kemur.
Stefanía setti fram alveg ágæta spurningu í kommenti við síðasta blogg. Af hverju kommenta ekki allir sem eru að skoða blogg? Það væri nefnilega mjög gaman að vita hverjir eru að lesa þetta, því á tólfta hundrað heimsóknir eru varla bara frá nánustu ættingjum mínum... ef svo er hafa þeir ekkert annað að gera :-)
1:39 e.h.
|
Stefanía setti fram alveg ágæta spurningu í kommenti við síðasta blogg. Af hverju kommenta ekki allir sem eru að skoða blogg? Það væri nefnilega mjög gaman að vita hverjir eru að lesa þetta, því á tólfta hundrað heimsóknir eru varla bara frá nánustu ættingjum mínum... ef svo er hafa þeir ekkert annað að gera :-)
1:39 e.h.