miðvikudagur, nóvember 03, 2004
Lokadagurinn...
Þá er runninn upp síðasti dagurinn í skilafrestinum á neyðarlegustu sögunni. Þið hafið daginn í dag til að skila inn sögu, alveg fram að miðnætti. Á morgun birtist besta sagan hér á blogginu og höfundurinn fær verðlaun (svo framarlega sem ég veit hver höfundurinn er). Svo nú er bara að bretta upp ermarnar og pikka inn ykkar neyðarlegu minningar.
Mig dreymdi Smára í nótt, man ekkert um hvað draumurinn var, man bara að Smári var þar. Ég er voðalega hrædd um að það sé fyrir því að Bandaríkjamenn kjósi sama forsetann yfir sig aftur. Eða kannski verður það eins og síðast... kjósa einn en fá annan...
Svo dreymdi mig líka að ég var á ferðalagi í Noregi með mömmu og Helgu föðursystur. Helga var að keyra og var alltaf að stríða okkur með því að keyra út í kant á fullri ferð. Svo endaði ferðin í einhverju spa dæmi og við vorum ekki með neina sundboli. Föttuðum það þegar við vorum komnar úr öllu... og ekki nóg með það; heldur vorum við víst í kallaklefanum... gaman að því :-) En því miður voru engir kallar þar til að skoða.
Ég fékk símtal frá yfirmanninum í gær þar sem hann tjáði mér að það sé loksins búið að laga skrifstofuna mína... komnar loftplötur og allt. Hún verður síðan hreinsuð voða vel í dag, svo ég geti mætt þangað á morgun án þess að fá útbrot og kláða :-) Það var líka kominn tími til, það er einn og hálfur mánuður síðan loftið hrundi.
Best að vinna smá.......
10:33 f.h.
|
Mig dreymdi Smára í nótt, man ekkert um hvað draumurinn var, man bara að Smári var þar. Ég er voðalega hrædd um að það sé fyrir því að Bandaríkjamenn kjósi sama forsetann yfir sig aftur. Eða kannski verður það eins og síðast... kjósa einn en fá annan...
Svo dreymdi mig líka að ég var á ferðalagi í Noregi með mömmu og Helgu föðursystur. Helga var að keyra og var alltaf að stríða okkur með því að keyra út í kant á fullri ferð. Svo endaði ferðin í einhverju spa dæmi og við vorum ekki með neina sundboli. Föttuðum það þegar við vorum komnar úr öllu... og ekki nóg með það; heldur vorum við víst í kallaklefanum... gaman að því :-) En því miður voru engir kallar þar til að skoða.
Ég fékk símtal frá yfirmanninum í gær þar sem hann tjáði mér að það sé loksins búið að laga skrifstofuna mína... komnar loftplötur og allt. Hún verður síðan hreinsuð voða vel í dag, svo ég geti mætt þangað á morgun án þess að fá útbrot og kláða :-) Það var líka kominn tími til, það er einn og hálfur mánuður síðan loftið hrundi.
Best að vinna smá.......
10:33 f.h.