fimmtudagur, nóvember 04, 2004
Og sigurvegarinn er....
Þá er kominn fimmtudagur og ég mætt á Reykjavíkurskrifstofuna mína eftir langa bið. Mér var lofað hreinni og fínni skrifstofu, en það eina sem hefur lagast er að það eru komnar plötur í loftið... enn er allt í ryki samt og ég er búin að klóra mér alveg sundur og saman í allan dag. Það er sko ekkert gaman að hafa ofnæmi fyrir vinnustaðnum!
Emil er á leikskólanum... hann ætlaði sko alls ekki að vera eftir þar, hefur greinilega fengið alltof langt frí. Ég mátti teyma hann í gegnum allt húsið og út í gerðið þar sem hann hitti fullt af öðrum hvolpum. Hann sat fyrst fast upp við mig, en hinir hvolparnir voru nú fljótir að ná honum í leik með sér og þá læddist ég í burtu.
En nóg komið af kjaftæði, nú er komið að því sem allir bíða eftir........ úrslitunum í keppninni um neyðarlegasta atvikið. Sjö sögur bárust og allar voru þær frábærar. Það var sko ekkert auðvelt að velja... þó ég sé bara ein í dómnefndinni. Það var meira að segja svo erfitt að ég get ekki gert upp á milli tveggja frásagna... svo þær vinna bara báðar. Ég mun senda vinningshöfunum tölvupóst með vali á vinningum.
Ég vil þakka kærlega öllum þeim sem sendu inn sögur, þið eruð frábær :-)
Þá er bara að vinda sér í þá fyrri, hún barst á síðustu stundu frá Stefaníu... ertu ekki fegin núna að hafa sent inn Stefanía? :-)
Gjörið svo vel:
Þetta gerðist fyrir rúmum 23 árum þegar ég bjó í Bolungavík þar sem ég var að vinna á skrifstofu hjá byggingarfyrirtæki. Við á skrifstofunni deildum kaffistofu með nokkrum körlum sem unnu í byggingarvöruverslun sem rekin var af sama eiganda og fyrirtækið sem ég vann hjá. Ég sem sagt sá um launaútreikning fyrir þessa karla ásamt fleiri aðilum.
En nú ætla ég að koma mér að þessu neyðarlega atviki, þar sem ég gerði mig að þvílíku fífli, svo miklu að ég roðnaði í mörg ár bara við tilhugsunina og það er ekki langt síðan ég gat farið að segja frá þessu því mér skammaðist mín svooooo mikið.
Það var sem sé í einum af þessum ágætu kaffitímum að einn karlinn, sem var auðvitað enginn karl, líklega eitthvað á fertugsaldri sagði okkur klámvísu. Mér þykir verst að ég man auðvitað ekki klámvísuna en alla vega kom orðið “lókur” fyrir í vísunni eða að hann (karlinn sem um var ort) horfði á “lókinn” eða eitthvað slíkt. Nú nú, þegar vísunni lauk hrópaði ég upp og yfirgnæfði hlátrasköllin í köllunum og sagði “Ég veit hvað það þýðir” – allir hættu að hlægja og horfðu á mig og ég sagði hróðug “Það þýðir gluggi”
Fólk getur rétt ímyndað sér hvað var hlegið – en ég verð líklega að fara að endurskoða þetta með að minnið mitt hafi farið að fara halloka á fertugsaldri hjá mér, því ég var rétt um tvítugt þegar þetta var og hafði nýverið lesið eða hlustað á einhverja fornsögu þar sem orðið “Ljóri” kom við sögu og ég hafði haft fyrir því að finna út hvað það þýddi – sem sagt “Gluggi”
Orðin eru nokkuð lík – er það ekki? Lókur/Ljóri : )
Ég eiginlega þorði ekki að segja frá þessu fyrr en fyrir um tveimur á hálfu ári en þá var ég kynnt fyrir nýjum tengdasyni, sem er systursonur þessa ágæta manns sem fór með vísuna góðu.
Ég ætti kannski að biðja hann um að tala við frænda sinn og biðja hann um vísuna fyrir mig?????
Þetta er samt ekki neyðarlegasta atvik sem ég hef lent í en þetta er alla vega fyndið – hitt var ekki fyndið.
Stefanía.
Takk fyrir þetta Stefanía… þessu hefði ég ekki vilja lenda í :-)
Hér er svo hin sagan, ég datt næstum af stólnum af hlátri þegar ég las hana. Höfundur vill ekki láta nafns síns getið:
Frétti af konu sem lenti í einu neyðarlegu, já og reyndar skemmtilegu, hehehehe.
Sko það var ónefnd kona sem var búin að "hösla" sér karl, af einkamálum, reyndar búin að hitta hann nokkru sinnum svo henni fannst nú ekkert tiltöku mál að hann kæmi í heimsókn, sem hann og gerði einn góðan veðurdag.
Konukindin var búin að taka til og alles, fara í sturtu og hella upp á kaffi, ekki málið, já og meira að segja þvo upp.
Kemur svo karlinn og þau sitja góða stund og lepja kaffi og segja hreystisögur.............................
Kom svo að því að karl vildi meira og barst leikurinn inn í svefnherbergi kerlu, þar tók karlinn völdinn og skellti kerlu á rúmið.......................................Upphófust þá hin mestu háreysti og hvæs..................þau lentu ofan á kettinum.............og hann var ekki ánægður með þetta. En kerla sprakk úr hlátri og er enn að hlægja, karl spýttist upp og kerla hefur ekki séð hann síðan en hlær enn.
3:26 e.h.
|
Emil er á leikskólanum... hann ætlaði sko alls ekki að vera eftir þar, hefur greinilega fengið alltof langt frí. Ég mátti teyma hann í gegnum allt húsið og út í gerðið þar sem hann hitti fullt af öðrum hvolpum. Hann sat fyrst fast upp við mig, en hinir hvolparnir voru nú fljótir að ná honum í leik með sér og þá læddist ég í burtu.
En nóg komið af kjaftæði, nú er komið að því sem allir bíða eftir........ úrslitunum í keppninni um neyðarlegasta atvikið. Sjö sögur bárust og allar voru þær frábærar. Það var sko ekkert auðvelt að velja... þó ég sé bara ein í dómnefndinni. Það var meira að segja svo erfitt að ég get ekki gert upp á milli tveggja frásagna... svo þær vinna bara báðar. Ég mun senda vinningshöfunum tölvupóst með vali á vinningum.
Ég vil þakka kærlega öllum þeim sem sendu inn sögur, þið eruð frábær :-)
Þá er bara að vinda sér í þá fyrri, hún barst á síðustu stundu frá Stefaníu... ertu ekki fegin núna að hafa sent inn Stefanía? :-)
Gjörið svo vel:
Þetta gerðist fyrir rúmum 23 árum þegar ég bjó í Bolungavík þar sem ég var að vinna á skrifstofu hjá byggingarfyrirtæki. Við á skrifstofunni deildum kaffistofu með nokkrum körlum sem unnu í byggingarvöruverslun sem rekin var af sama eiganda og fyrirtækið sem ég vann hjá. Ég sem sagt sá um launaútreikning fyrir þessa karla ásamt fleiri aðilum.
En nú ætla ég að koma mér að þessu neyðarlega atviki, þar sem ég gerði mig að þvílíku fífli, svo miklu að ég roðnaði í mörg ár bara við tilhugsunina og það er ekki langt síðan ég gat farið að segja frá þessu því mér skammaðist mín svooooo mikið.
Það var sem sé í einum af þessum ágætu kaffitímum að einn karlinn, sem var auðvitað enginn karl, líklega eitthvað á fertugsaldri sagði okkur klámvísu. Mér þykir verst að ég man auðvitað ekki klámvísuna en alla vega kom orðið “lókur” fyrir í vísunni eða að hann (karlinn sem um var ort) horfði á “lókinn” eða eitthvað slíkt. Nú nú, þegar vísunni lauk hrópaði ég upp og yfirgnæfði hlátrasköllin í köllunum og sagði “Ég veit hvað það þýðir” – allir hættu að hlægja og horfðu á mig og ég sagði hróðug “Það þýðir gluggi”
Fólk getur rétt ímyndað sér hvað var hlegið – en ég verð líklega að fara að endurskoða þetta með að minnið mitt hafi farið að fara halloka á fertugsaldri hjá mér, því ég var rétt um tvítugt þegar þetta var og hafði nýverið lesið eða hlustað á einhverja fornsögu þar sem orðið “Ljóri” kom við sögu og ég hafði haft fyrir því að finna út hvað það þýddi – sem sagt “Gluggi”
Orðin eru nokkuð lík – er það ekki? Lókur/Ljóri : )
Ég eiginlega þorði ekki að segja frá þessu fyrr en fyrir um tveimur á hálfu ári en þá var ég kynnt fyrir nýjum tengdasyni, sem er systursonur þessa ágæta manns sem fór með vísuna góðu.
Ég ætti kannski að biðja hann um að tala við frænda sinn og biðja hann um vísuna fyrir mig?????
Þetta er samt ekki neyðarlegasta atvik sem ég hef lent í en þetta er alla vega fyndið – hitt var ekki fyndið.
Stefanía.
Takk fyrir þetta Stefanía… þessu hefði ég ekki vilja lenda í :-)
Hér er svo hin sagan, ég datt næstum af stólnum af hlátri þegar ég las hana. Höfundur vill ekki láta nafns síns getið:
Frétti af konu sem lenti í einu neyðarlegu, já og reyndar skemmtilegu, hehehehe.
Sko það var ónefnd kona sem var búin að "hösla" sér karl, af einkamálum, reyndar búin að hitta hann nokkru sinnum svo henni fannst nú ekkert tiltöku mál að hann kæmi í heimsókn, sem hann og gerði einn góðan veðurdag.
Konukindin var búin að taka til og alles, fara í sturtu og hella upp á kaffi, ekki málið, já og meira að segja þvo upp.
Kemur svo karlinn og þau sitja góða stund og lepja kaffi og segja hreystisögur.............................
Kom svo að því að karl vildi meira og barst leikurinn inn í svefnherbergi kerlu, þar tók karlinn völdinn og skellti kerlu á rúmið.......................................Upphófust þá hin mestu háreysti og hvæs..................þau lentu ofan á kettinum.............og hann var ekki ánægður með þetta. En kerla sprakk úr hlátri og er enn að hlægja, karl spýttist upp og kerla hefur ekki séð hann síðan en hlær enn.


3:26 e.h.