mánudagur, desember 06, 2004

Hmm...

Jæja, krakkar mínir. Nú eru bara tveir dagar eftir af skilafrestinum og bara ein saga komin. Hverskonar frammistaða er þetta eiginlega? Reyndar er voðalega lítið að gera á öllum bloggsíðum þessa dagana, sumir blogga sjaldan og aðrir ekkert... en ég sá mér til mikillar gleði áðan að Stebbi frændi er loksins byrjaður að blogga aftur, ég hló mig máttlausa þegar ég las bloggið hans um Amazon :-)
Mitt líf er að komast á skrið aftur, er farin að mæta reglulega í vinnuna og fór meira að segja á jólahlaðborð með vinnufélögunum á föstudaginn. Þar var svo gaman að ég missti af aðalréttinum... allt í einu var bara kominn eftirréttur á borðið. Eins og þeir vita sem þekkja mig best er ég ekkert fyrir sæta eftirrétti, svo það eina sem ég borðaði þarna var forrétturinn. En hann var alveg ágætur bara og dugði mér vel.
Ég er í Reykjavík í dag, reif mig upp eldsnemma í morgun því Koli ætlaði að fá far með mér. Dagurinn byrjaði á því að ég þurfti að skipta um dekk (það eru einhver álög á þessum bíl, þetta er í þriðja sinn sem það springur dekk vinstra megin að aftan á þessu ári), því það var skrúfa í því. Mikið er nú skemmtilegt í myrkri og grenjandi rigningu klukkan sjö að morgni að burðast með drullug dekk fram og til baka...
Við brunuðum svo í bæinn, Koli söng jólalög fyrir okkur Emil alla leiðina, ég byrjaði á því að skila honum á leikskólann, svo fór Emil á sinn leikskóla og því næst var komið við á dekkjaverkstæði þar sem ég komst að því að það er tvöfalt dýrara að láta gera við dekk í Reykjavík en í Borgarnesi.
Jæja... þá er vinnudagurinn að verða búinn. Bless í bili.


4:19 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker