mánudagur, desember 13, 2004

Hrekkjasögur

Jæja krakkar mínir! Þá er best að blogga smá. Eftir mikla sorg í nóvember tók við mikið hamingjutímabil hjá mér og núna svíf ég um á sæluskýi alla daga :-) Og... ég er að fara að flytja... í 36. sinn! Í þetta sinn ætla ég að prófa Suðurnesin aftur, ég þvælist allt í kringum Reykjavík :-) Veit einhver um lausa íbúð þarna suðurfrá?

Ég ákvað að hinkra aðeins með að birta hrekkjasögu til að athuga hvort ekki bærust fleiri. En, nei... engin bættist við. Tvær sögur bárust og hef ég ákveðið að birta þær báðar hérna. Gjörið svo vel og góða skemmtun:

Eitt sinn sem áður þegar ég var lítil og eldri og alltaf er ég átti heima á Laugarbakka, Capital of the North, og að þessu sinni Laugarbakkaskóla. Eins og síðan ég var rúmlega tveggja ára þá átti ég þessa yndislegu systur...finnst hún yndisleg núna...ekki svo þá og þá var hún eiginlega bara svona litla systir sem hægt er að stríða :-) og gerði ég mikið af því, því miður :-)
Á þessum tíma áttum við “bróður” sem í raun var hann Mummi frændi...og þar sem við Mummi vorum nánast jafn gömul þá lékum við yfirleitt saman og Brynja fékk stundum að vera með :-)
Eitt sinn sem áður þá var baðtími....vorum við öll látin saman í bað og fannst okkur það bara gaman....og eins og áður þá var rifist um besta staðinn í baðinu :-) tek ég það fram að við Mummi vorum 7 ára og Brynja 5 ára og ég var frekust og fékk besta staðinn í baðinu :-) Brynja var í miðjunni og Mummi kranamegin :-)
Við vorum sem sagt bara að leika okkur og allt í einu stendur herra Mummi upp....Brynja snýr baki í hann bæ ðe vei og á sér einskins ills von...bara að leika sér eins og eðlilegt barn :-) Við Mummi erum með handabendingar og augnaráð okkar á milli og með þessu vorum við að ákveða að hann skildi nú láta gossa á hausinn á Brynju.....Gerði hann það...pissssssssss......Brynja lítur upp voða hissa að fá volga bunu allt í einu yfir hausinn á sér...við Mummi öskrum úr hlátri....og Brynja sem var svo hissa gat ekki gert neitt nema segja OJJ
Tek ég það fram að við vorum ung og vitlaus og fannst þetta rosalega fyndið :-)
Þetta var nú samt bara eitt af skiptunum sem Mummi pissaði annar staðar en í klósettið....en hann gekk iðulega í svefni til að fara á klósettið og var þá bara heppni hvar bunan lenti...í ruslafötunni, kúrekahattinum eða í klósettinu.
Hann var nú samt ekki sofandi í baðinu þessa örlagaríku stund og engar Brynjur hlutu varanlegan skaða í þessari baðferð.

Það er kannski þess vegna sem Brynja er með svona þykkt og mikið hár í dag....hver veit :-)

Katrín Þóra.

Mín elskulega systir hún Ella Sigga hafði unun á að láta bera krem á bakið á sér og láta nudda sig og virkilega njóta lífsins. Þessi atburður átti sér stað þegar við vorum unglingar. Ekki fannst mér þetta gaman til lengdar og best að segja var ég orðin hundleið á þessu og ákvað að hrekkja hana aðeins með GRÆNA kreminu sem var í notkun í það skiptið. Þar sem hún lá á maganum uppí rúminum á nærbuxunum, settist ég á fæturnar á henni, tók mér brúsann í hönd og beinlínis stakk honum þar sem sólin ekki skín og kreisti eins fast úr brúsanum og ég gat!

Það þarf ekki að taka það fram að ég var ekki beðin um þetta aftur!

Snjólaug Grétarsdóttir

Ég þakka kærlega fyrir þessar sögur og eins og áður stendur báðum höfundum til boða að velja sér verðlaunin. Ég mun senda þeim lista í tölvupósti fljótlega.


1:55 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker