mánudagur, desember 20, 2004

Köttur úti í mýri...


Tígrisdýrið mikla

Þessi kisi hefur verið í pössun hjá okkur síðan á laugardag, þar sem honum og Kola kemur ekkert voðalega vel saman... þó er kisi mjög barngóður. Þetta litla kríli er alveg ótrúlega skemmtilegt og gefur Emil ekkert eftir. Emil hefur mikinn áhuga á litla dýrinu og eltir hann út um allt. Kisi lætur sér það vel líka og stríðir hvutta stundum með því að sitja í rúminu hans. En ef hundurinn verður of ágengur felur kisi sig inni í Cheeriospakka.
Þetta er sem sé kötturinn hennar Irisar og hann er að leita sér að góðu heimili því Iris er að fara að flytja í blokk í Reykjavík. Þetta einstaka eintak er ættað frá Söndum í Miðfirði eins og Emil. Hann er mjög kelinn, skríður oft í fangið á mér og sofnar þar og kippir sér ekkert upp við það þó hundurinn sé afbrýðisamur.

Enn er ég að bíða eftir svari með íbúðina, þarf að bíða fram á miðvikudag til að vita hvort við getum flutt inn í hana milli jóla og nýárs. En hvernig sem fer, þá ætla ég að flytja burt úr Borgarnesi þá, því öll þessi keyrsla er dýr og fáránlegt að vera að fara á fætur klukkan fjögur tvisvar í viku :-)

3:10 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker