fimmtudagur, janúar 06, 2005

Flutningur nr. 36 alveg að klárast...

Jæja, þá er ég að eignast húsnæði... í fyrsta sinn, kominn tími til! Við fengum lykilinn í gær að íbúðinni okkar og nú er að byrja að mála og sauma gardínur og fleira skemmtilegt. Mamma, þú mátt koma og redda gardínunum, þú þarft ekki að koma með saumavélina, því ég á svoleiðis :-)
Þetta er mjög spennandi allt saman, við erum búin að velja litina á alla veggi, nema eldhúsið sem fær að vera blátt aðeins lengur og baðherbergið sem fær að vera bleikt og blátt (ég er ekki að grínast) þar til við höfum efni á að henda öllu þaðan út. Öll önnur herbergi verða máluð. Veggirnir í svefnherberginu og stofunni eru grænir með bleikum skellum (ekki heldur að grínast núna) og gestaherbergið/skrifstofan mín er dökkbleik. Hvað var fólk að hugsa??
Þegar við verðum búin að mála getum við bara flutt inn... það verður vonandi fyrir eða um helgina. Svo eru allir velkomnir í heimsókn, bara hringja fyrst svo við verðum heima til að taka á móti gestum :-)
Fleiri fréttir hef ég nú ekki, en þetta hlýtur að vera nóg í bili eða hvað? :-)


1:28 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker