mánudagur, janúar 03, 2005
Gleðilegt ár!
Þá er nýtt ár gengið í garð og ég er heimilislaus! Við erum enn ekki búin að fá svar með íbúðina sem okkur langar í, vonandi gerist það í dag. Núna bý ég heima hjá mömmu kærastans... við erum bara eins og unglingar :-)
Ég flutti burt úr Borgarnesi að mestu leyti síðasta fimmtudag, fyrst fluttum við búslóðina hennar Irisar í bæinn og svo var brunað aftur uppeftir og minni búslóð hent í bílinn. Hún fór líka í bæinn, þar sem enginn staður var fyrir hana á Suðurnesjunum. Í gær fórum við svo í Borgarnes aftur, tókum síðasta dótið, þrifum íbúðina og skiluðum lyklunum. Ég er sem sé alfarin úr nesinu, dótið mitt komið í Breiðholtið og ég sjálf til Njarðvíkur.
Áramótin voru ljúf, við elduðum lambasteik og borðuðum þrjú saman, svo horfðum við á skaupið sem mér fannst bara alveg ágætt, en Elli svaf yfir hluta af því. Hvernig fannst ykkur skaupið annars? Svo horfðum við á flugeldana og skáluðum í alvöru kampavíni á miðnætti. Ég hafði áhyggjur af hvuttanum mínum þar sem mér gafst aldrei tími til að nálgast róandi töflu handa honum. Allar áhyggjur voru þó greinilega óþarfar, því þegar lætin byrjuðu leit hann aðeins upp, setti annað eyrað upp í loftið og fór svo bara að sofa.
Þegar við höfðum horft nægju okkar á flugeldana settumst við niður og horfðum á Stellu í framboði þar til kampavínið var búið. Þá fórum við í langan labbitúr með hundinn, kíktum aðeins við heima hjá vinnufélaga Ella og svo að sofa.
Núna er ég í vinnunni í Reykjavík, komst í vinnuna þrátt fyrir leiðindaveður en hefði verið veðurteppt ef ég hefði enn búið í Borgarnesi. Ég veit ekki hvernig nettengingamál verða hjá mér næstu daga, svo þið skuluð ekki búast við að ég bloggi mjög oft, eða svari tölvupósti um leið og hann berst.
Best að vinna smá...
9:00 f.h.
|
Ég flutti burt úr Borgarnesi að mestu leyti síðasta fimmtudag, fyrst fluttum við búslóðina hennar Irisar í bæinn og svo var brunað aftur uppeftir og minni búslóð hent í bílinn. Hún fór líka í bæinn, þar sem enginn staður var fyrir hana á Suðurnesjunum. Í gær fórum við svo í Borgarnes aftur, tókum síðasta dótið, þrifum íbúðina og skiluðum lyklunum. Ég er sem sé alfarin úr nesinu, dótið mitt komið í Breiðholtið og ég sjálf til Njarðvíkur.
Áramótin voru ljúf, við elduðum lambasteik og borðuðum þrjú saman, svo horfðum við á skaupið sem mér fannst bara alveg ágætt, en Elli svaf yfir hluta af því. Hvernig fannst ykkur skaupið annars? Svo horfðum við á flugeldana og skáluðum í alvöru kampavíni á miðnætti. Ég hafði áhyggjur af hvuttanum mínum þar sem mér gafst aldrei tími til að nálgast róandi töflu handa honum. Allar áhyggjur voru þó greinilega óþarfar, því þegar lætin byrjuðu leit hann aðeins upp, setti annað eyrað upp í loftið og fór svo bara að sofa.
Þegar við höfðum horft nægju okkar á flugeldana settumst við niður og horfðum á Stellu í framboði þar til kampavínið var búið. Þá fórum við í langan labbitúr með hundinn, kíktum aðeins við heima hjá vinnufélaga Ella og svo að sofa.
Núna er ég í vinnunni í Reykjavík, komst í vinnuna þrátt fyrir leiðindaveður en hefði verið veðurteppt ef ég hefði enn búið í Borgarnesi. Ég veit ekki hvernig nettengingamál verða hjá mér næstu daga, svo þið skuluð ekki búast við að ég bloggi mjög oft, eða svari tölvupósti um leið og hann berst.
Best að vinna smá...
9:00 f.h.