miðvikudagur, janúar 12, 2005
Komin heim...
Þá erum við flutt inn í íbúðina okkar og klofum yfir kassa alla daga. Erum búin að fara í Ikea og kaupa fataskápa og eldhúsborð og stóla. Fataskápakaupin gengu nú ekki alveg eins og við ætluðum, því þeir áttu bara tvær einingar af sex, svo við verðum að bíða eftir restinni. Svo urðu þeir líka mikið dýrari en við gerðum ráð fyrir því verðin í bæklingnum eru bara fyrir skápinn, hurðina og lamirnar. Ef maður vill einhvern lúxus eins og fataslár, höldur, hillur eða skúffur þarf maður að borga extra. En þetta verður voða flott allt saman þegar allt verður komið á sinn stað...
Málningarvinnan gengur svona og svona. Við erum búin að mála svefnherbergið og stofuna, en gangurinn og bleika herbergið bíða enn. Emil er mikið glaður þegar við erum ekki að mála, því þá getur hann spásserað um íbúðina að vild. Við hins vegar settum hann í búrið þegar við vorum með málningu í opnum ílátum, því við höfum lítinn áhuga á litlum hvítum hundafótsporum út um allt.
Emil er líka að koma sér fyrir á nýja heimilinu. Hann er vanur að geyma leikföngin og beinin sín á ákveðnum stöðum og nú er hann að leita að góðum stað. Í Borgarnesi geymdi hann dótið sitt í og undir sófanum, en nú er búið að banna honum að fara upp í sófann, svo hann þarf að finna eitthvað annað. Önnur gluggakistan í stofunni virðist vera ákjósanleg, því þar er venjulega alltaf eins og eitt bein og einn bolti. Hann er enn að venjast hljóðum nágrennisins og geltir ef hann heyrir í fólki. Eins verður hann mjög hávær þegar Fréttablaðið kemur kl. 5.45 á morgnana, sem betur fer erum við alltaf vöknuð þá til að sussa á hann, en þetta gæti orðið pirrandi um helgar...
Jæja, núna ætla ég að fara að tæma eins og einn kassa... er orðin svo leið á kössum, af hverju skyldi það vera?
11:28 f.h.
|
Málningarvinnan gengur svona og svona. Við erum búin að mála svefnherbergið og stofuna, en gangurinn og bleika herbergið bíða enn. Emil er mikið glaður þegar við erum ekki að mála, því þá getur hann spásserað um íbúðina að vild. Við hins vegar settum hann í búrið þegar við vorum með málningu í opnum ílátum, því við höfum lítinn áhuga á litlum hvítum hundafótsporum út um allt.
Emil er líka að koma sér fyrir á nýja heimilinu. Hann er vanur að geyma leikföngin og beinin sín á ákveðnum stöðum og nú er hann að leita að góðum stað. Í Borgarnesi geymdi hann dótið sitt í og undir sófanum, en nú er búið að banna honum að fara upp í sófann, svo hann þarf að finna eitthvað annað. Önnur gluggakistan í stofunni virðist vera ákjósanleg, því þar er venjulega alltaf eins og eitt bein og einn bolti. Hann er enn að venjast hljóðum nágrennisins og geltir ef hann heyrir í fólki. Eins verður hann mjög hávær þegar Fréttablaðið kemur kl. 5.45 á morgnana, sem betur fer erum við alltaf vöknuð þá til að sussa á hann, en þetta gæti orðið pirrandi um helgar...
Jæja, núna ætla ég að fara að tæma eins og einn kassa... er orðin svo leið á kössum, af hverju skyldi það vera?
11:28 f.h.