fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Djö... ansk... helv... þorrinn!

Þá er þessari vinnuviku alveg að ljúka, því við ætlum að taka okkur frí í vinnunni á morgun og skella okkur norður í land til að blóta þorra með Húnvetningum. Ég ætla að athuga hvernig nefndin stendur sig í ár, því ég átti að vera í henni núna. Var búin að bíða eftir því í sjö ár eða svo og svo loksins þegar ég lendi í nefndinni... þá bara flyt ég í burtu. En ég sé reyndar ekkert eftir því :-)
Emil fór í leikskólann í dag, ég fer að leggja af stað að sækja hann. Svo förum við til Irisar í nudd... reyndar bara ég, hugsa að Iris vilji ekki nudda hundinn. Svo verður brunað til Keflavíkur til að pakka niður... sofið smá, klipping í fyrramálið, bíllinn í skoðun... og svo verður lagt í ferðalag. Ég hef ekki komið norður í Húnaþing síðan í byrjun nóvember... skrítið.
En ég er farin. Bless og góða helgi!


3:48 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker