þriðjudagur, febrúar 01, 2005
Eistnalausi ostaþjófurinn...
Nú er Heiðrún farin að minna mig á að blogga, svo það er best að drífa í því...
Helgin var alveg ágæt bara, laugardeginum eyddum við í að rífa upp teppi og undirbúa parketlögn hjá tengdamömmu. Svo skruppum við í bæinn í partý til Irisar og Heimis um kvöldið, þar var fullt af skemmtilegu fólki og mikið hlegið, sungið og dansað. Ég var bílstjóri, svo ég var bara þokkalega róleg, söng hvorki né dansaði, en hló þeim mun meira :-)
Emil er laus við kragann sinn og saumana og hefur róast alveg heilmikið... sefur nánast allan daginn og allar nætur. Það er helst að hann vakni þegar Elli kemur heim, þá dansar hann á eftir honum um allt (sko Emil á eftir Ella, ekki öfugt).
Við fengum okkur kex og osta eitt kvöldið og horfðum á sjónvarpið. Við skruppum svo aðeins fram í eldhús og þegar við komum til baka sat Emil voða skömmustulegur inni í stofu... og það hafði fækkað um eina ostategund á stofuborðinu. Stórt stykki af hvítlauksosti hafði horfið ofan í hundinn og við vorum viss um að hann fengi í magann af þessu... en nei, hann hafði bara gott af þessu og var merkilega lítið andfúll daginn eftir.
Til hamingju með daginn í dag, amma...svona ef þú skyldir nú lesa þetta :-) Svo á mamma afmæli á fimmtudaginn og Heiðrún á mánudaginn... svo á ég líka bróður sem á afmæli í febrúar, en hann átti afmæli í fyrra, svo það verður ekkert afmæli hjá honum í ár.
Við ætluðum að skreppa á þorrablót um helgina, en því hefur verið frestað um viku, svo ég veit ekkert hvað við gerum af okkur um helgina... ætli við höldum ekki bara áfram að mála eða eitthvað. Við máluðum ganginn í gærkvöldi svo nú er mikið bjartara þar. Næsta mál á málningardagskránni er svo bleika herbergið... vonandi klárum við það sem fyrst svo ég geti komið mér upp vinnuaðstöðu þar inni. Núna er skrifstofan mín í eldhúsinu og það er ekkert mjög þægilegt.
Jæja, farin að vinna, sjúumst... eins og Brynja segir :-)
2:50 e.h.
|
Helgin var alveg ágæt bara, laugardeginum eyddum við í að rífa upp teppi og undirbúa parketlögn hjá tengdamömmu. Svo skruppum við í bæinn í partý til Irisar og Heimis um kvöldið, þar var fullt af skemmtilegu fólki og mikið hlegið, sungið og dansað. Ég var bílstjóri, svo ég var bara þokkalega róleg, söng hvorki né dansaði, en hló þeim mun meira :-)
Emil er laus við kragann sinn og saumana og hefur róast alveg heilmikið... sefur nánast allan daginn og allar nætur. Það er helst að hann vakni þegar Elli kemur heim, þá dansar hann á eftir honum um allt (sko Emil á eftir Ella, ekki öfugt).
Við fengum okkur kex og osta eitt kvöldið og horfðum á sjónvarpið. Við skruppum svo aðeins fram í eldhús og þegar við komum til baka sat Emil voða skömmustulegur inni í stofu... og það hafði fækkað um eina ostategund á stofuborðinu. Stórt stykki af hvítlauksosti hafði horfið ofan í hundinn og við vorum viss um að hann fengi í magann af þessu... en nei, hann hafði bara gott af þessu og var merkilega lítið andfúll daginn eftir.
Til hamingju með daginn í dag, amma...svona ef þú skyldir nú lesa þetta :-) Svo á mamma afmæli á fimmtudaginn og Heiðrún á mánudaginn... svo á ég líka bróður sem á afmæli í febrúar, en hann átti afmæli í fyrra, svo það verður ekkert afmæli hjá honum í ár.
Við ætluðum að skreppa á þorrablót um helgina, en því hefur verið frestað um viku, svo ég veit ekkert hvað við gerum af okkur um helgina... ætli við höldum ekki bara áfram að mála eða eitthvað. Við máluðum ganginn í gærkvöldi svo nú er mikið bjartara þar. Næsta mál á málningardagskránni er svo bleika herbergið... vonandi klárum við það sem fyrst svo ég geti komið mér upp vinnuaðstöðu þar inni. Núna er skrifstofan mín í eldhúsinu og það er ekkert mjög þægilegt.
Jæja, farin að vinna, sjúumst... eins og Brynja segir :-)
2:50 e.h.