föstudagur, febrúar 18, 2005

Var að flytja... aftur

Upp er runninn föstudagur... og ekki mikið meira um það að segja. Ég brunaði í bæinn í gær og dundaði mér fram eftir degi í vinnunni. Kom ekki eins miklu í verk og ég vildi, því nýja fína húsnæðið okkar (sem er alltaf að hrynja ofan á hausinn á okkur) er orðið of lítið! Ég þurfti því að gefa skrifstofuna mína eftir til annars starfsmanns og flytja með allt mitt hafurtask inn á skrifstofuna hjá henni Ingu. En þannig er mál með vexti að hún Inga vinnur bara þrjá daga í viku, svo við munum skiptast á að nota skrifstofuna. En til að við verðum ekki að flækjast hvor fyrir annarri á fimmtudögum, samþykkti ég að breyta minni rútínu þannig að ég verð í bænum á mánudögum og miðvikudögum hér eftir. Allt gott um það að segja, það sem mér finnst leiðinlegast er að ég mun þá aldrei hitta Ingu.
Það er reyndar svo lítið pláss á skrifstofunni að ég gat bara komið þar inn með einn lítinn prentara og lok af pappakassa með smádóti. Allar möppur og þess háttar verða inni á lager... pínu óþægilegt, en kannski munu þá launaviðræður ganga betur fyrir vikið. Forstöðumaðurinn setti mér nefnilega fyrir það verkefni að ræða launamálin mín við fjármálastjórann... og það er ég! Það er ótrúlega erfitt að semja við sjálfan sig, og þessir samningar hafa staðið í rúma viku núna án nokkurs árangurs. En við þennan flutning mun launþeginn Jenny kannski hafa betri stöðu gagnvart fjármálastjóranum Jenny...
Eeeeeen... á móti kemur að það er engin hætta á að þess verði krafist að ég keyri í bæinn á hverjum degi, því það er ekkert pláss fyrir mig :-)
Hafdís María ofurdúlla á afmæli í dag. Til hamingju með eins árs afmælið frænka!

11:29 f.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker