föstudagur, mars 11, 2005
Fööööööstudaaaaaagur....
...og ég er á leiðinni í sveitasæluna. Ég verð á Görðum á Snæfellsnesi um helgina, þeir sem voru með mér á ættarmóti sl. sumar vita vel hvar það er :-) Elli er að fara með hóp á Snæfellsnesið og ég ætla að elta hann. Emil fer sem sé aftur á hótel og hann verður örugglega ekkert fúll yfir því, því það var svo gaman hjá honum síðast.
Horfðuð þið á Desperate Housewifes í gær? Alger snilld... ég ætla sko að fylgjast með þessum þáttum áfram. Annars horfi ég lítið á sjónvarpið þessa dagana, ég á mér eitthvað svo mikið líf núna ;-)
Stefanía, hvernig er það? Á ekkert að koma með söguna? Enn eru bara komnar þrjár sögur í keppnina og ég bíð spennt eftir þinni... sérstaklega til að fá að vita hver Theo er. Og svo mega auðvitað fleiri senda inn sögur og þess vegna margar sögur hver... því fleiri því betra :-) Heiðrún kann engar sögur... en Iris? Hvernig er með þig? Og Regína?
Jæja, ætla að fara að gera eitthvað að viti... vinna eða eitthvað álíka gáfulegt. Hlakka til að sjá hrúgu af sögum í inboxinu mínu á sunnudagskvöldið ;-)
Góða helgi!
10:14 f.h.
|
Horfðuð þið á Desperate Housewifes í gær? Alger snilld... ég ætla sko að fylgjast með þessum þáttum áfram. Annars horfi ég lítið á sjónvarpið þessa dagana, ég á mér eitthvað svo mikið líf núna ;-)
Stefanía, hvernig er það? Á ekkert að koma með söguna? Enn eru bara komnar þrjár sögur í keppnina og ég bíð spennt eftir þinni... sérstaklega til að fá að vita hver Theo er. Og svo mega auðvitað fleiri senda inn sögur og þess vegna margar sögur hver... því fleiri því betra :-) Heiðrún kann engar sögur... en Iris? Hvernig er með þig? Og Regína?
Jæja, ætla að fara að gera eitthvað að viti... vinna eða eitthvað álíka gáfulegt. Hlakka til að sjá hrúgu af sögum í inboxinu mínu á sunnudagskvöldið ;-)
Góða helgi!
10:14 f.h.