mánudagur, mars 21, 2005
Kanaríííííííííííííííííííííííííí
Jæja, hvað haldið þið? Við erum að fara til Kanarí í næstu viku! Við vorum að skoða tilboð frá Plúsferðum til Portúgal og ákváðum að skella okkur, en þá virkaði ekki bókunarvélin á netinu, svo við færðum okkur yfir til Heimsferða og bókuðum okkur þar til Kanarí. Þarna töpuðu Plúsferðir á því að hafa síðuna ekki lagi.
Emil getur náttúrulega ekki komið með, svo við ætlum að skutla honum norður í Sanda á fimmtudaginn, þar sem hann ætlar að hafa það gott í sveitasælunni þangað til við komum aftur heim.
Ég er í sumarfríi í dag, ætla að skreppa í bæinn á eftir og gefa fullt af rauðmaga sem okkur var gefinn í gær. Svo ætla ég náttúrulega að hitta mömmu eitthvað líka, hef ekki séð hana síðan á laugardaginn. Helgin var viðburðarrík, það var stanslaus gestagangur úr öllum áttum... en það var bara gaman.
Núna ætla ég að fara að horfa á vídeó og hafa það gott. Heyrumst síðar.
10:15 f.h.
|
Emil getur náttúrulega ekki komið með, svo við ætlum að skutla honum norður í Sanda á fimmtudaginn, þar sem hann ætlar að hafa það gott í sveitasælunni þangað til við komum aftur heim.
Ég er í sumarfríi í dag, ætla að skreppa í bæinn á eftir og gefa fullt af rauðmaga sem okkur var gefinn í gær. Svo ætla ég náttúrulega að hitta mömmu eitthvað líka, hef ekki séð hana síðan á laugardaginn. Helgin var viðburðarrík, það var stanslaus gestagangur úr öllum áttum... en það var bara gaman.
Núna ætla ég að fara að horfa á vídeó og hafa það gott. Heyrumst síðar.
10:15 f.h.