þriðjudagur, mars 01, 2005
...og nú er hún búin!
Unaðarnes... yndislegt! Grilluðum silung og lamb, spiluðum, átum, drukkum, sváfum, sulluðum í pottinum og ýmislegt fleira skemmtilegt....
Svo þegar helgin var að verða búin var pakkað niður og haldið heim á leið, með smá viðkomu í öðrum sumarbústað, ekki mjög langt frá Geira og Stefaníu Hraundal. Því miður gafst ekki tími til að kíkja til þeirra í þetta sinn, því við þurftum að sækja litla prinsinn á hótelið. Kíkjum næst Stefanía... ég lofa :-)
En hvað segið þið... fer ekki að koma tími á nýja sögukeppni?? Mig vantar bara hugmynd að efni... allar hugmyndir vel þegnar, ef ykkur dettur eitthvað í hug sendið mér endilega póst á þetta netfang.
Jæja, er farin að sjóða bjúgu. 17 dagar þar til mamma kemur... jibbí!
11:14 f.h.
|
Svo þegar helgin var að verða búin var pakkað niður og haldið heim á leið, með smá viðkomu í öðrum sumarbústað, ekki mjög langt frá Geira og Stefaníu Hraundal. Því miður gafst ekki tími til að kíkja til þeirra í þetta sinn, því við þurftum að sækja litla prinsinn á hótelið. Kíkjum næst Stefanía... ég lofa :-)
En hvað segið þið... fer ekki að koma tími á nýja sögukeppni?? Mig vantar bara hugmynd að efni... allar hugmyndir vel þegnar, ef ykkur dettur eitthvað í hug sendið mér endilega póst á þetta netfang.
Jæja, er farin að sjóða bjúgu. 17 dagar þar til mamma kemur... jibbí!
11:14 f.h.