miðvikudagur, apríl 27, 2005
Það eru ekki bara indjánar sem geta búið til rigningu...
Stefanía var að koma með fína hugmynd... og þar sem hún hefur enga bloggsíðu skal ég taka þetta að mér :-)
Nú megið þið giska á úrslitin í Júróvisjón. Stefanía segir að Selma komist áfram í forkeppninni og lendi svo í 14. sæti. Ég hef ekkert heyrt af hinum lögunum, svo ég verð bara að skjóta út í loftið. Ég segi að hún komist áfram í forkeppninni og lendi í... humm... á maður ekki bara að vera bjartsýnn? 6. sæti :-) Hvað haldið þið?
Ég er búin að skrá mig á ljósmyndanámskeiðið. Eftir tvo daga eða svo byrjar það og ég hlakka mikið til. Þetta er fjarnámskeið á netinu og þeir sem hafa áhuga geta skoðað lýsinguna á því hér. Það verður gaman að læra eitthvað... sérstaklega eitthvað sem ég hef áhuga á.
Ég er að fara á fund með bæjarstjóranum í næstu viku. Ég fékk barasta persónulegt bréf frá honum þar sem hann bauð mig velkomna í bæinn og vildi fá að vita af hverju ég flutti hingað. Svo sagði hann að ritarinn sinn biði eftir að heyra frá mér til að skrá viðtalstíma okkar og ég gat náttúrulega ekki látið konugreyið bíða og bíða þannig að ég hringdi í hana áðan. Ég hef nú búið víða, eins og flestir vita, en ég hef aldrei fengið svona móttökur :-)
Ég hef erft hæfileika móður minnar til að búa til rigningu. En ég nota ekki handklæði, heldur sængurföt...
3:01 e.h.
|
Nú megið þið giska á úrslitin í Júróvisjón. Stefanía segir að Selma komist áfram í forkeppninni og lendi svo í 14. sæti. Ég hef ekkert heyrt af hinum lögunum, svo ég verð bara að skjóta út í loftið. Ég segi að hún komist áfram í forkeppninni og lendi í... humm... á maður ekki bara að vera bjartsýnn? 6. sæti :-) Hvað haldið þið?
Ég er búin að skrá mig á ljósmyndanámskeiðið. Eftir tvo daga eða svo byrjar það og ég hlakka mikið til. Þetta er fjarnámskeið á netinu og þeir sem hafa áhuga geta skoðað lýsinguna á því hér. Það verður gaman að læra eitthvað... sérstaklega eitthvað sem ég hef áhuga á.
Ég er að fara á fund með bæjarstjóranum í næstu viku. Ég fékk barasta persónulegt bréf frá honum þar sem hann bauð mig velkomna í bæinn og vildi fá að vita af hverju ég flutti hingað. Svo sagði hann að ritarinn sinn biði eftir að heyra frá mér til að skrá viðtalstíma okkar og ég gat náttúrulega ekki látið konugreyið bíða og bíða þannig að ég hringdi í hana áðan. Ég hef nú búið víða, eins og flestir vita, en ég hef aldrei fengið svona móttökur :-)
Ég hef erft hæfileika móður minnar til að búa til rigningu. En ég nota ekki handklæði, heldur sængurföt...
3:01 e.h.
mánudagur, apríl 25, 2005
Ái!!!
Ég var að koma frá tannlækninum þar sem ég gekk í gegnum fyrsta áfanga í rótarfyllingu. Þetta hef ég ekki prófað áður og vil ekki prófa þetta aftur. Núna sit ég við skrifborðið mitt, búin að taka sterk verkjalyf og pensillín og er verulega illt í andlitinu. Og trúið mér; orðin “ó mæ god!” er eitthvað sem maður vill ekki heyra tannlækninn segja þegar hann er búinn að bora og bora. Svo bætti hún (kvk tannlæknir) við: “Þú ert ekkert að plata mig, þú ert greinilega með tannpínu!” Já, ég fékk tannpínu á Kanarí... svo hætti hún bara og aulinn ég var ekkert að hafa áhyggjur af tönninni meira. Svo kom pínan aftur með látum um helgina og það er rétt svo að hægt sé að bjarga grey tönninni. Passið upp á tennurnar ykkar gott fólk og munið eftir tannþræðinum :-)
Í sambandi við eldri blogg og þennan pirring sem hefur verið í mér (og batnar ekki við tannverkinn) þá er ég búin að fá hugmynd til að fá smá útrás fyrir sköpunargleðina. Og það kostar bara 11.500 krónur... fjarnámskeið í ljósmyndun. Ætli það sé ekki sniðugt? Ég á alveg ágætis myndavél í þetta og ég hef mikinn áhuga á ljósmyndun... ætla að ræða þetta við makann í kvöld en á nú ekki von á að hann setji sig upp á móti þessu :-)
12:38 e.h.
|
Í sambandi við eldri blogg og þennan pirring sem hefur verið í mér (og batnar ekki við tannverkinn) þá er ég búin að fá hugmynd til að fá smá útrás fyrir sköpunargleðina. Og það kostar bara 11.500 krónur... fjarnámskeið í ljósmyndun. Ætli það sé ekki sniðugt? Ég á alveg ágætis myndavél í þetta og ég hef mikinn áhuga á ljósmyndun... ætla að ræða þetta við makann í kvöld en á nú ekki von á að hann setji sig upp á móti þessu :-)
12:38 e.h.
föstudagur, apríl 22, 2005
Gleðilegt sumar!
Kominn föstudagur og helgin framundan. Hún verður nú frekar róleg því minn maður verður sennilega í vinnunni mestan hluta hennar. Við Emil verðum því bara ein heima og tökum því rólega. Förum kannski í nokkra göngutúra í góða sumarveðrinu.
Ég bað um hugmyndir í síðasta bloggi... það varð frekar lítið um svör. Besta hugmyndin kom frá mömmu... arkitekt, nokkuð sem ég hef mikinn áhuga á. En þá þyrfti ég að fara í skóla og sennilega byrja frá grunni og á þessu landi er það bara alltof dýrt. Iris kom líka reyndar með nokkuð góða athugasemd.
Brynja bloggaði svo útfrá mínum pælingum og var bara skotin í kaf. Hvers vegna er fólk svona tötsí þessa dagana? Og hvers vegna á maður að vera sáttur við sitt hlutskipti ef maður getur gert eitthvað annað? Hvers vegna á ég að vera sátt bara af því að ég hef hærri laun en margir aðrir? Auðvitað er gott að hafa góð laun, en stundum óska ég þess að vera í vinnu þar sem ég hlakka til að fara á fætur á morgnana og mæta til starfa. Ekki orð um það meir...
Annars er ekki mikið um að vera í kringum mig... fékk smá aukavinnu í vikunni. Við hvað? Auðvitað bókhald, hvað annað? ;O)
Jæja... ætla í sturtu. Ble ble
4:47 e.h.
|
Ég bað um hugmyndir í síðasta bloggi... það varð frekar lítið um svör. Besta hugmyndin kom frá mömmu... arkitekt, nokkuð sem ég hef mikinn áhuga á. En þá þyrfti ég að fara í skóla og sennilega byrja frá grunni og á þessu landi er það bara alltof dýrt. Iris kom líka reyndar með nokkuð góða athugasemd.
Brynja bloggaði svo útfrá mínum pælingum og var bara skotin í kaf. Hvers vegna er fólk svona tötsí þessa dagana? Og hvers vegna á maður að vera sáttur við sitt hlutskipti ef maður getur gert eitthvað annað? Hvers vegna á ég að vera sátt bara af því að ég hef hærri laun en margir aðrir? Auðvitað er gott að hafa góð laun, en stundum óska ég þess að vera í vinnu þar sem ég hlakka til að fara á fætur á morgnana og mæta til starfa. Ekki orð um það meir...
Annars er ekki mikið um að vera í kringum mig... fékk smá aukavinnu í vikunni. Við hvað? Auðvitað bókhald, hvað annað? ;O)
Jæja... ætla í sturtu. Ble ble
4:47 e.h.
mánudagur, apríl 18, 2005
Pínu pirruð...
Jæja, maður verður víst að standa sig í blogginu. Það er alltof lítið um að vera í bloggheimum þessa dagana. Fólk farið að hóta að hætta að blogga og allt...
Nú get ég sagt með miklu stolti að ég er búin að fara Austfirðina tvisvar... og hef enn ekki séð þá! Hvað er málið með þessa þoku þarna fyrir austan? Við Elli fórum með flugi austur og strætó til baka. Tveggja hæða strætó meira að segja. Og af því að það var svo vont veður að koma, þá keyrðum við alla leiðina heim án þess að gista. Þetta tók akkúrat sólarhring og mikið vorum við orðin syfjuð. Ég var líka komin með vegariðu (ekki sjóriðu því keyrðum veginn) og fannst gólfið hoppa þegar ég kom heim. Ég sat alla leið á Höfn, en þá var mér orðið illt í rassinum svo ég stóð restina af leiðinni... fyrst til að hvíla mig á sætinu og svo til að halda Ella vakandi. Þetta var ansi magnað ferðalag. Ég prófaði að sitja á efri hæðinni, en þar voru allar hreyfingar svo ýktar og enginn bílstjóri þannig að ég færði mig strax niður aftur. Gaman að þessu :-)
Ég er orðin svoooo leið á starfinu mínu! Vinnufélagarnir eru frábærir, yfirmaðurinn meiriháttar og vinnutilhögunin gæti ekki verið betri, en fjármál er eitthvað sem ég hef aldrei haft áhuga á... enda var það alger tilviljun að ég lenti í þessu starfi. Mig langar til að gera eitthvað skapandi og bókhald og fjármál bjóða voða lítið upp á það. Ef ég yrði skapandi í þessu starfi gæti ég lent í fangelsi :-) Það er líka svo leiðinlegt að vinna í fjármálum hjá ríkinu núna, því það var verið að taka nýtt tölvukerfi í notkun fyrir rúmu ári síðan og það er ekki enn farið að virka. Svo ég lít út eins og hálfviti í hvert sinn sem ég er spurð um eitthvað, því ég get ekki flett neinu upp.... ARG!
Hvað gæti ég farið að gera? Komið nú með einhverjar hugmyndir... PLEASE! Ég er ekki að segja að ég ætli að skipta um starf... en er samt orðin svo þreytt á þessu :-(
2:28 e.h.
|
Nú get ég sagt með miklu stolti að ég er búin að fara Austfirðina tvisvar... og hef enn ekki séð þá! Hvað er málið með þessa þoku þarna fyrir austan? Við Elli fórum með flugi austur og strætó til baka. Tveggja hæða strætó meira að segja. Og af því að það var svo vont veður að koma, þá keyrðum við alla leiðina heim án þess að gista. Þetta tók akkúrat sólarhring og mikið vorum við orðin syfjuð. Ég var líka komin með vegariðu (ekki sjóriðu því keyrðum veginn) og fannst gólfið hoppa þegar ég kom heim. Ég sat alla leið á Höfn, en þá var mér orðið illt í rassinum svo ég stóð restina af leiðinni... fyrst til að hvíla mig á sætinu og svo til að halda Ella vakandi. Þetta var ansi magnað ferðalag. Ég prófaði að sitja á efri hæðinni, en þar voru allar hreyfingar svo ýktar og enginn bílstjóri þannig að ég færði mig strax niður aftur. Gaman að þessu :-)
Ég er orðin svoooo leið á starfinu mínu! Vinnufélagarnir eru frábærir, yfirmaðurinn meiriháttar og vinnutilhögunin gæti ekki verið betri, en fjármál er eitthvað sem ég hef aldrei haft áhuga á... enda var það alger tilviljun að ég lenti í þessu starfi. Mig langar til að gera eitthvað skapandi og bókhald og fjármál bjóða voða lítið upp á það. Ef ég yrði skapandi í þessu starfi gæti ég lent í fangelsi :-) Það er líka svo leiðinlegt að vinna í fjármálum hjá ríkinu núna, því það var verið að taka nýtt tölvukerfi í notkun fyrir rúmu ári síðan og það er ekki enn farið að virka. Svo ég lít út eins og hálfviti í hvert sinn sem ég er spurð um eitthvað, því ég get ekki flett neinu upp.... ARG!
Hvað gæti ég farið að gera? Komið nú með einhverjar hugmyndir... PLEASE! Ég er ekki að segja að ég ætli að skipta um starf... en er samt orðin svo þreytt á þessu :-(
2:28 e.h.
þriðjudagur, apríl 12, 2005
Komin aftur
Jæja, þá erum við komin heim úr sólinni. Við höfðum það þvílíkt gott þarna úti get ég sagt ykkur. Þetta leit nú ekki vel út áður en við fórum því ég þurfti náttúrulega að fá flensuna þremur dögum fyrir brottför og kvöldið áður en við fórum út var ég með 39 stiga hita (persónuleg hitamet). En ég lét mig hafa það að fara samt og fyrstu þrír dagarnir voru ekkert mjög skemmtilegir. En þegar mér fór að líða betur varð bara gaman. Við löbbuðum út um allt, versluðum smá, lágum heilar tíu mínútur í sólbaði, syntum í sjónum, borðuðum veislumat á hverjum degi, fitnuðum aðeins, drukkum slatta af bjór og rauðvíni, fórum upp í sveit í dýragarð, fórum á markað og prúttuðum heilmikið en versluðum mjög lítið og urðum sólbrún (aðallega Elli... ég dökkna aldrei mikið). Það var glampandi sól alla dagana nema einn og svona 25-30 stiga hiti. Lægst fór hitinn í 19 gráður og hæst í 32.
Við lentum í Keflavík klukkan hálf þrjú í fyrrinótt eftir ellefu tíma ferðalag. Við þurftum að millilenda í Barcelona til að taka farþega og þurftum að hanga út í vél þar í klukkutíma. Við máttum ekki labba um vélina, máttum því síður fara út... áttum bara að sitja í sætunum okkar og ekki hafa beltin spennt. Við vorum í flugvélinni í níu klukkutíma samfellt og fengum ekki einu sinni að éta. Gátum að vísu keypt máltíð, en hún kostaði 800 kall á mann, svo við létum það nú ekki eftir þeim.
Þegar við vöknuðum svo í gærmorgun brunuðum við norður í land. Tókum með okkur kött úr bænum (þið kannist reyndar við hann, hann hét einu sinni Kúkalabbi og bjó hjá henni Irisi) og fórum með hann í Sanda. Þar hittum við Emil okkar og sá varð nú aldeilis glaður að sjá okkur. Við tókum hann með okkur heim og hann varð mjög glaður að koma heim, en hefur reyndar verið hálf furðulegur í dag... voðalega rólegur og sefur mikið. Ég veit eiginlega ekki hvort hann er svona sáttur við að vera kominn heim, eða svekktur... Heiðrún, hvað heldur þú?
Þeir sem vilja sjá myndir úr ferðinni geta smellt á þennan link, þarna er ég búin að setja upp heimasíðu, en reyndar er ekkert á henni ennþá nema Kanarímyndir. Kannski kemur meira þangað seinna :-)
Ég sé að bloggheimar verða hálf líflausir þegar ég blogga ekki... en ég vona að það fari nú að lagast. ÁFRAM BLOGGARAR! :-)
2:06 e.h.
|
Við lentum í Keflavík klukkan hálf þrjú í fyrrinótt eftir ellefu tíma ferðalag. Við þurftum að millilenda í Barcelona til að taka farþega og þurftum að hanga út í vél þar í klukkutíma. Við máttum ekki labba um vélina, máttum því síður fara út... áttum bara að sitja í sætunum okkar og ekki hafa beltin spennt. Við vorum í flugvélinni í níu klukkutíma samfellt og fengum ekki einu sinni að éta. Gátum að vísu keypt máltíð, en hún kostaði 800 kall á mann, svo við létum það nú ekki eftir þeim.
Þegar við vöknuðum svo í gærmorgun brunuðum við norður í land. Tókum með okkur kött úr bænum (þið kannist reyndar við hann, hann hét einu sinni Kúkalabbi og bjó hjá henni Irisi) og fórum með hann í Sanda. Þar hittum við Emil okkar og sá varð nú aldeilis glaður að sjá okkur. Við tókum hann með okkur heim og hann varð mjög glaður að koma heim, en hefur reyndar verið hálf furðulegur í dag... voðalega rólegur og sefur mikið. Ég veit eiginlega ekki hvort hann er svona sáttur við að vera kominn heim, eða svekktur... Heiðrún, hvað heldur þú?
Þeir sem vilja sjá myndir úr ferðinni geta smellt á þennan link, þarna er ég búin að setja upp heimasíðu, en reyndar er ekkert á henni ennþá nema Kanarímyndir. Kannski kemur meira þangað seinna :-)
Ég sé að bloggheimar verða hálf líflausir þegar ég blogga ekki... en ég vona að það fari nú að lagast. ÁFRAM BLOGGARAR! :-)
2:06 e.h.