miðvikudagur, apríl 27, 2005

Það eru ekki bara indjánar sem geta búið til rigningu...

Stefanía var að koma með fína hugmynd... og þar sem hún hefur enga bloggsíðu skal ég taka þetta að mér :-)
Nú megið þið giska á úrslitin í Júróvisjón. Stefanía segir að Selma komist áfram í forkeppninni og lendi svo í 14. sæti. Ég hef ekkert heyrt af hinum lögunum, svo ég verð bara að skjóta út í loftið. Ég segi að hún komist áfram í forkeppninni og lendi í... humm... á maður ekki bara að vera bjartsýnn? 6. sæti :-) Hvað haldið þið?
Ég er búin að skrá mig á ljósmyndanámskeiðið. Eftir tvo daga eða svo byrjar það og ég hlakka mikið til. Þetta er fjarnámskeið á netinu og þeir sem hafa áhuga geta skoðað lýsinguna á því hér. Það verður gaman að læra eitthvað... sérstaklega eitthvað sem ég hef áhuga á.
Ég er að fara á fund með bæjarstjóranum í næstu viku. Ég fékk barasta persónulegt bréf frá honum þar sem hann bauð mig velkomna í bæinn og vildi fá að vita af hverju ég flutti hingað. Svo sagði hann að ritarinn sinn biði eftir að heyra frá mér til að skrá viðtalstíma okkar og ég gat náttúrulega ekki látið konugreyið bíða og bíða þannig að ég hringdi í hana áðan. Ég hef nú búið víða, eins og flestir vita, en ég hef aldrei fengið svona móttökur :-)
Ég hef erft hæfileika móður minnar til að búa til rigningu. En ég nota ekki handklæði, heldur sængurföt...

3:01 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker