mánudagur, apríl 25, 2005

Ái!!!

Ég var að koma frá tannlækninum þar sem ég gekk í gegnum fyrsta áfanga í rótarfyllingu. Þetta hef ég ekki prófað áður og vil ekki prófa þetta aftur. Núna sit ég við skrifborðið mitt, búin að taka sterk verkjalyf og pensillín og er verulega illt í andlitinu. Og trúið mér; orðin “ó mæ god!” er eitthvað sem maður vill ekki heyra tannlækninn segja þegar hann er búinn að bora og bora. Svo bætti hún (kvk tannlæknir) við: “Þú ert ekkert að plata mig, þú ert greinilega með tannpínu!” Já, ég fékk tannpínu á Kanarí... svo hætti hún bara og aulinn ég var ekkert að hafa áhyggjur af tönninni meira. Svo kom pínan aftur með látum um helgina og það er rétt svo að hægt sé að bjarga grey tönninni. Passið upp á tennurnar ykkar gott fólk og munið eftir tannþræðinum :-)
Í sambandi við eldri blogg og þennan pirring sem hefur verið í mér (og batnar ekki við tannverkinn) þá er ég búin að fá hugmynd til að fá smá útrás fyrir sköpunargleðina. Og það kostar bara 11.500 krónur... fjarnámskeið í ljósmyndun. Ætli það sé ekki sniðugt? Ég á alveg ágætis myndavél í þetta og ég hef mikinn áhuga á ljósmyndun... ætla að ræða þetta við makann í kvöld en á nú ekki von á að hann setji sig upp á móti þessu :-)

12:38 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker