miðvikudagur, maí 04, 2005
Gaman er að koma í Keflavík...
Ég fór á fund með bæjarstjóranum í gærmorgun. Við spjölluðum heillengi um ýmis mál og þetta var bara virkilega gaman. Svo sagði ég honum frá slysagildrunni hérna í innkeyrslunni okkar og spurði hvort við ættum að laga hana eða bærinn, því bærinn á næstu lóð. Þannig er að það er gat á girðingunni á milli lóðanna þannig að krakkar hlaupa þar í gegn beint inn í innkeyrsluna okkar og við erum hrædd um að lenda í að keyra yfir þau. Svo þyrfti líka að lækka grindverkið til að við sjáum út á götu áður en við erum komin þangað. Ég bjóst nú við að hann myndi allavega segjast ætla að athuga málið... en nei! Hann stóð upp og skrifaði tölvupóst og sagðist skyldu láta laga þetta. Ég var varla komin heim þegar hingað var mættur her manna og byrjaður að mæla og spekúlera. Góð þjónusta í þessu sveitarfélagi... betri en í sumum öðrum sem ég hef búið í...
Ég er byrjuð á ljósmyndanámskeiðinu. Er bara búin að vera að lesa og lesa, ekkert byrjuð að mynda ennþá. En þetta er mjög áhugavert. Núna glápi ég í kringum mig alla daga til að leita að góðu myndefni.... gaman :-)
Á morgun er ég að fara norður á Akureyri. Elli er að fara með hóp þangað og ég ætla að fara líka. Fer með hvutta í pössun í sveitina, Gunna fær aldrei nóg af hundum :-) Ætlunin var að skilja svo bílinn eftir á Laugarbakka og fara norður með hópnum, en svo datt mér í hug að það væri kannski betra að hafa hann fyrir norðan til að geta keyrt um Akureyri og nágrenni með myndavélina :-)
Jæja, verð að vinna smá. Ákvað að vinna heima í dag til að fá næði, það eru svo mikil læti alltaf í kringum nýju skrifstofuna mína í bænum að ég heyri ekki sjálfa mig hugsa.
9:28 f.h.
|
Ég er byrjuð á ljósmyndanámskeiðinu. Er bara búin að vera að lesa og lesa, ekkert byrjuð að mynda ennþá. En þetta er mjög áhugavert. Núna glápi ég í kringum mig alla daga til að leita að góðu myndefni.... gaman :-)
Á morgun er ég að fara norður á Akureyri. Elli er að fara með hóp þangað og ég ætla að fara líka. Fer með hvutta í pössun í sveitina, Gunna fær aldrei nóg af hundum :-) Ætlunin var að skilja svo bílinn eftir á Laugarbakka og fara norður með hópnum, en svo datt mér í hug að það væri kannski betra að hafa hann fyrir norðan til að geta keyrt um Akureyri og nágrenni með myndavélina :-)
Jæja, verð að vinna smá. Ákvað að vinna heima í dag til að fá næði, það eru svo mikil læti alltaf í kringum nýju skrifstofuna mína í bænum að ég heyri ekki sjálfa mig hugsa.
9:28 f.h.