þriðjudagur, maí 17, 2005

Júróvisjón

Hvítasunnuhelgin að baki og mikið höfðum við það gott. Við fórum austur á Hörgsland til Ragga frænda og gistum þar í þessu fína sumarhúsi alla helgina. Veðrið var ótrúlegt miðað við Ísland, hvað þá í maí. Elli varð ennþá dekkri, en ég passaði mig á sólinni og fékk því bara tvær freknur. Mæli með þessum stað fyrir alla ferðalanga, þetta er rosa flott hjá Ragga og fjölskyldu. Og talandi um fjölskylduna hans... ég fékk að sjá nýjasta frændann, son Ragga og Luzvimindu, sem fæddist síðasta fimmtudag. Hann er sem sé akkúrat ári yngri en Emil :-) Alger dúlla og rosa líkur pabba sínum :-) Ég fékk meira að segja að vita hvað hann heitir en þar sem ég gleymdi að spyrja hvort það væri leyndarmál, þá ætla ég ekkert að gefa það upp :-)
Nú er Elli kominn austur á Seyðisfjörð eina ferðina enn, svo við Emil erum bara ein í kotinu. Ætlum að fara í klippingu í dag (reyndar bara ég, en Emil hefði nú gott af að vera snoðaður í þessu hárlosi sínu) og svo ætlum við að keyra um í leit að góðu myndefni. Það er nefnilega komið að fyrsta verkefninu á ljósmyndanámskeiðinu, svo nú er að hamast við að smella af... gaman :-)
Hvað er svo að frétta af ykkur? Ætlið þið ekkert að giska á úrslitin í Eurovision? Hvaða land haldið þið að vinni? Og hvar verður Selma í röðinni? Enn er tími til að skipta um skoðun eða bæta einhverju við. Hérna kemur spá þeirra sem hafa eitthvað leitt hugann að þessu:
Stefanía – segir að Selma komist áfram í forkeppni og lendi í 14. sæti
Jenny – segir að Selma komist áfram í forkeppni og lendi í 6. sæti
Mamma – segir að Selma komist áfram í forkeppni og segir að Selma komist hátt
Snjólaug – segir að Selma komist áfram í forkeppni og lendi í 3. sæti
Heiðrún – segist vilja komast í Eurovisionpartý
Iris – segir að Selma komist áfram í forkeppni og vinni keppnina

10:18 f.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker