mánudagur, júní 06, 2005

Frú Jenny!

Jæja, þá er ég orðin gift kona! Við Elli giftum okkur á laugardaginn og enginn vissi neitt. Fengum bara prest og tvo votta í heimsókn og svo var farið í að hringja í ættingjana á eftir. Því næst skunduðum við út að borða og skemmtum okkur svo fram eftir nóttu. Sumir eru hissa á okkur að hafa ekki leyft neinum að vera með... en við vorum bæði sammála um að við vildum hafa þetta svona, enda vorum við að gifta okkur fyrir okkur og engan annan og við vildum ekkert umstang.
En annars er ekkert mikið að frétta. Fór til tannlæknis í morgun og hún píndi mig að venju, svo ég er að hugsa um að fara snemma heim í dag. Enda er Emil einn heima og hundleiðist eflaust.




11:47 f.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker