föstudagur, júní 10, 2005

Réttlæti?

Upp er runninn föstudagur og við Emil erum í rólegheitum heima við. Ég skrapp í bæinn í morgun og kíkti aðeins í vinnuna... svona rétt til að setja uppþvottavélina af stað, því þetta er eldhúsvikan mín :-) Reyndar hafði ég annað erindi líka, en fannst sniðugt að segja vinnufélögunum að ég hefði bara komið til að skella í vélina :-)
Ég á svo að vera að vinna núna... og hef reyndar sinnt vinnunni smá, en datt svo í að lesa fréttirnar. Hvers vegna er svona mikið ósamræmi milli dóma eftir því hvað fólk brýtur af sér? Á mbl.is í dag er frétt um konu sem var dæmd í 9 mánaða fangelsi, þar af 6 mánuði skilorðsbundið fyrir að hafa dregið sér fé frá sparisjóði. Aðeins neðar á síðunni er frétt um mann sem var dæmdur í 4 mánaða fangelsi, þar af 2 skilorðsbundið fyrir kynferðisbrot gegn 10 ára stúlku! Hvað á þetta eiginlega að þýða??? Er það verra að stela peningum frá banka en að eyðileggja líf barna??? Ég verð alltaf svo reið þegar ég sé svona... þvílíkt rugl! Mér finnst persónulega að kynferðisbrot gegn börnum séu jafnvel verri en morð. Hvað finnst ykkur?

Svo á visir.is er frétt um mann sem var sakfelldur fyrir líkamsárás en það þótti ekki nauðsynlegt að refsa honum af því að hann hafði þegar verið dæmdur til 20 mánaða fangelsisvistar í Svíþjóð fyrir fíkniefnasmygl. Hvað meina þeir með þessu? Fær hann magnafslátt af því að hann hefur brotið svo mikið af sér?

12:29 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker