þriðjudagur, júlí 26, 2005
Akureyri
Jæja, fyrst hún Brynja er farin að skammast er best að blogga smá... Það hefur nú reyndar ekki mikið gengið á í mínu lífi frá síðasta bloggi, er alltaf bara ein heima með hundinn því Elli er alltaf að fara á Gullfoss og Geysi... hvað skyldi hann alltaf vera að gera þar? Hmm... :-)
Reyndar fékk hann að elta tvö stærstu skemmtiferðaskipin norður á Akureyri og keyra fólkið úr þeim á Mývatn, og fyrst hann fór á tómum bíl norður á fimmtudagskvöldi og aftur til baka á sunnudegi ákvað ég nú bara að skella mér með og hafa það gott á Akureyri yfir helgi. Ferðalagið norður var mjög ljúft, ég var eini farþeginn í 70 manna bíl og það erfiðasta var að ákveða hvar ég ætti eiginlega að sitja... en ákvað svo bara að sitja í leiðsögumannastólnum við hlið bílstjórans. Þar hafði ég það gott alla leiðina, með lappirnar uppi á mælaborðinu, bjór í ísskápnum við hliðina á mér og klósett afturí þegar ég þurfti að skila bjórnum. Held að bílstjórinn hafi nú bara öfundað mig pínu, því ekki gat hann drukkið bjór og farið á klósettið á leiðinni... hvað þá haft lappirnar uppi á mælaborðinu.
Á Akureyri hitti ég Brynju og Hrönn eins og fram kemur í Brynjubloggi. Ég hitti líka Stínu vinkonu mína sem ég hef ekki séð í mörg ár. Með henni þvældist ég um allan bæ í mesta hita sem ég hef upplifað á Íslandi... úff, það var eiginlega bara alltof heitt.
Á föstudagskvöldinu fórum við hjónin út að borða og svo á pöbbarölt, því það var frí hjá Ella á laugardeginum. Við vörum á djamminu framundir morgun og það var bara mjög gaman. Á laugardeginum vorum við frekar þreytt og slöppuðum bara af og á sunnudeginum beið ég meðan hann skutlaðist á Mývatn og svo fórum við í heimsókn til Lilju frænku, alltaf gaman að koma til hennar. Svo var bara brunað heim aftur og ég auðvitað með lappirnar uppi á mælaborðinu en engan bjór í ísskápnum og þess vegna mikið færri ferðir á klósettið góða afturí. Enda ekkert gaman að fara á klósett á íslenskum þjóðvegum... fékk einn marblett á hvorri leið :-)
Við lentum náttúrulega í Reykvíkingaröð og þurftum að dóla á 30 kílómetra hraða yfir Holtavörðuheiðina og á 50 km/h niður Norðurárdal. Þetta var svo svæfandi hraði að ég fór afturí og pússaði rúðurnar í bílnum og tíndi rusl til að halda mér vakandi. Svo gafst Elli líka upp á dólinu og stoppaði við Grábrók þar sem við ryksuguðum og skúruðum bílinn til að hvíla okkur á þessu furðulega aksturslagi.
Þegar í bæinn kom náði ég í bílinn minn sem hafði verið í pössun hjá Hönnu systur. Það má sko alveg setja hann aftur í pössun hjá henni því hann var alveg tandurhreinn og fínn að utan sem innan... það var ekki einu sinni hægt að finna eitt einasta hundahár inni í honum :-) Og þannig var hann sko ekki áður en ég fór.
Emil var náttúrulega á hóteli yfir helgina og kom þaðan með sár á hausnum. Hefur sennilega lent í einhverjum slagsmálum, enda með unglingaveikina þessa dagana. Algjör slagsmálahundur greinilega :-)
Ekki meira í bili... bless
4:03 e.h.
|
Reyndar fékk hann að elta tvö stærstu skemmtiferðaskipin norður á Akureyri og keyra fólkið úr þeim á Mývatn, og fyrst hann fór á tómum bíl norður á fimmtudagskvöldi og aftur til baka á sunnudegi ákvað ég nú bara að skella mér með og hafa það gott á Akureyri yfir helgi. Ferðalagið norður var mjög ljúft, ég var eini farþeginn í 70 manna bíl og það erfiðasta var að ákveða hvar ég ætti eiginlega að sitja... en ákvað svo bara að sitja í leiðsögumannastólnum við hlið bílstjórans. Þar hafði ég það gott alla leiðina, með lappirnar uppi á mælaborðinu, bjór í ísskápnum við hliðina á mér og klósett afturí þegar ég þurfti að skila bjórnum. Held að bílstjórinn hafi nú bara öfundað mig pínu, því ekki gat hann drukkið bjór og farið á klósettið á leiðinni... hvað þá haft lappirnar uppi á mælaborðinu.
Á Akureyri hitti ég Brynju og Hrönn eins og fram kemur í Brynjubloggi. Ég hitti líka Stínu vinkonu mína sem ég hef ekki séð í mörg ár. Með henni þvældist ég um allan bæ í mesta hita sem ég hef upplifað á Íslandi... úff, það var eiginlega bara alltof heitt.
Á föstudagskvöldinu fórum við hjónin út að borða og svo á pöbbarölt, því það var frí hjá Ella á laugardeginum. Við vörum á djamminu framundir morgun og það var bara mjög gaman. Á laugardeginum vorum við frekar þreytt og slöppuðum bara af og á sunnudeginum beið ég meðan hann skutlaðist á Mývatn og svo fórum við í heimsókn til Lilju frænku, alltaf gaman að koma til hennar. Svo var bara brunað heim aftur og ég auðvitað með lappirnar uppi á mælaborðinu en engan bjór í ísskápnum og þess vegna mikið færri ferðir á klósettið góða afturí. Enda ekkert gaman að fara á klósett á íslenskum þjóðvegum... fékk einn marblett á hvorri leið :-)
Við lentum náttúrulega í Reykvíkingaröð og þurftum að dóla á 30 kílómetra hraða yfir Holtavörðuheiðina og á 50 km/h niður Norðurárdal. Þetta var svo svæfandi hraði að ég fór afturí og pússaði rúðurnar í bílnum og tíndi rusl til að halda mér vakandi. Svo gafst Elli líka upp á dólinu og stoppaði við Grábrók þar sem við ryksuguðum og skúruðum bílinn til að hvíla okkur á þessu furðulega aksturslagi.
Þegar í bæinn kom náði ég í bílinn minn sem hafði verið í pössun hjá Hönnu systur. Það má sko alveg setja hann aftur í pössun hjá henni því hann var alveg tandurhreinn og fínn að utan sem innan... það var ekki einu sinni hægt að finna eitt einasta hundahár inni í honum :-) Og þannig var hann sko ekki áður en ég fór.
Emil var náttúrulega á hóteli yfir helgina og kom þaðan með sár á hausnum. Hefur sennilega lent í einhverjum slagsmálum, enda með unglingaveikina þessa dagana. Algjör slagsmálahundur greinilega :-)
Ekki meira í bili... bless
4:03 e.h.