fimmtudagur, júlí 07, 2005
Kanaríííííííííííííííííííííííííí... aftur!
Á hverjum degi er ég vön að rúlla í gegnum bloggin hjá vinum og ættingjum (ekki beint gaman þessa dagana, fólk er að gera eitthvað annað en að sitja við tölvuna sína) og svo skrepp ég inn á fréttasíðurnar. Þennan hring fer ég nokkrum sinnum á dag, fer eftir því hve mikið er að gera í vinnunni. Í morgun fór ég inn á allar þessar síður og þar var ekkert um að vera frekar en venjulega. Síðan fór ég bara að sinna vinnunni, hundinum, eiginmanninum og svo vinnunni aftur... óvenju mikið að gera þar.
Áðan ákvað ég svo að renna einn blogghring og sá að enginn hafði bloggað, nema á síðustu síðunni. Hún Óla var búin að blogga, ansi djúpt hugsað blogg sem fékk mig til að hugsa heilmikið. Hún endaði svo á að minnast á nýjustu atburðina í London og ég fór að hugsa um hvað Ólympíuleikarnir hefðu með þriðja heiminn að gera... svo ég kíkti inn á fréttamiðlana og fékk bara sjokk. Greinilegt að ég hef ekkert verið að fylgjast með í dag! Hryðjuverkamenn búnir að sprengja lestar og strætó og drepa og slasa fullt af saklausu fólki.
Þetta fá aumingja Bretarnir fyrir að hafa stríðsglaðan Blair við völd (eða á kannski frekar að segja BushsleikjuBlair?) Hvenær kemur röðin að Dönum og Ítölum? Og þar sem við vorum á listanum með Bushsleikjuþjóðunum erum við þá ekki líka í hættu?
Já já, ég veit að það þurfti að koma Hussein frá völdum... en eru þeir ekki búnir að því? Og bjuggust Bandaríkin og Bretar virkilega ekki við því að öfgafullir arabar myndu hefna fyrir allt saklausa fólkið sem hefur verið drepið í Írak? Já já, ég veit líka að það náðist að drepa einhverja hryðjuverkamenn og nokkra hermenn en hvert var hlutfallið af þeim á móti saklausum borgurum?
Öll þessi dráp í heiminum eru út af ofsatrú... bæði íslam og kristni. Heimurinn væri betri staður ef allir væru trúlausir. Eða hvað haldið þið?
Kannski svolítið þungmelt blogg svo ég ætla að bæta einu skemmtilegu við: Við Elli erum að fara til Lanzarote sem er ein af Kanaríeyjunum í október. Verðum í tvær vikur að sóla okkur þar, ætluðum reyndar að vera þrjár en vorum of lengi að hugsa svo við verðum bara að sætta okkur við svona stuttan tíma.
4:01 e.h.
|
Áðan ákvað ég svo að renna einn blogghring og sá að enginn hafði bloggað, nema á síðustu síðunni. Hún Óla var búin að blogga, ansi djúpt hugsað blogg sem fékk mig til að hugsa heilmikið. Hún endaði svo á að minnast á nýjustu atburðina í London og ég fór að hugsa um hvað Ólympíuleikarnir hefðu með þriðja heiminn að gera... svo ég kíkti inn á fréttamiðlana og fékk bara sjokk. Greinilegt að ég hef ekkert verið að fylgjast með í dag! Hryðjuverkamenn búnir að sprengja lestar og strætó og drepa og slasa fullt af saklausu fólki.
Þetta fá aumingja Bretarnir fyrir að hafa stríðsglaðan Blair við völd (eða á kannski frekar að segja BushsleikjuBlair?) Hvenær kemur röðin að Dönum og Ítölum? Og þar sem við vorum á listanum með Bushsleikjuþjóðunum erum við þá ekki líka í hættu?
Já já, ég veit að það þurfti að koma Hussein frá völdum... en eru þeir ekki búnir að því? Og bjuggust Bandaríkin og Bretar virkilega ekki við því að öfgafullir arabar myndu hefna fyrir allt saklausa fólkið sem hefur verið drepið í Írak? Já já, ég veit líka að það náðist að drepa einhverja hryðjuverkamenn og nokkra hermenn en hvert var hlutfallið af þeim á móti saklausum borgurum?
Öll þessi dráp í heiminum eru út af ofsatrú... bæði íslam og kristni. Heimurinn væri betri staður ef allir væru trúlausir. Eða hvað haldið þið?
Kannski svolítið þungmelt blogg svo ég ætla að bæta einu skemmtilegu við: Við Elli erum að fara til Lanzarote sem er ein af Kanaríeyjunum í október. Verðum í tvær vikur að sóla okkur þar, ætluðum reyndar að vera þrjár en vorum of lengi að hugsa svo við verðum bara að sætta okkur við svona stuttan tíma.
4:01 e.h.