mánudagur, ágúst 08, 2005

Nýtt leikfang

Jæja, nú er ljósmyndaáhuginn orðinn að dellu... ég fór og keypti mér voða fína stafræna myndavél í morgun, með tveimur linsum og ýmsu aukadóti, ásamt bakpoka utan um herlegheitin. Nú er ég búin að elta Emil út um allt og smella mörgum myndum af honum... hann skilur ekkert í þessu veseni á mér. Ohhh... hvað það verður gaman að leika sér að þessari græju :-)
Að öðru leyti er lítið að frétta. Ég er bara að vinna heima alla daga, ekki mikið að gera í vinnunni þar sem allir aðrir hafa verið í sumarfríum. En fólk er nú að skila sér í vinnu þessa dagana svo það fer kannski að fjölga verkefnunum. Annars er ég að fara í frí... við ætlum að taka okkur viku frí og vera í sumarbústað í Dölunum, slappa vel af í sveitasælunni. Emil fær meira að segja að koma með, loksins fundum við stað þar sem hundar eru velkomnir. Ég ætla líka að taka nýju myndavélina með og taka fullt af myndum... gaman gaman :-)
Iris kom til okkar um helgina og við skemmtum okkur vel. Fórum meira að segja á ball með Sálinni í Stapanum (hef aldrei farið á Sálarball fyrr). Settumst eins langt frá sviðinu og við gátum en samt var hávaðinn svo mikill að við gátum ekki talað saman. Svo við fórum bara heim, höfum sennilega stoppað þarna inni í korter... og það kostaði 2000 kall inn. Við borguðum sem sé 6000 kall fyrir 15 mínútur! Kannski er ég orðin svona gömul og þoli þess vegna ekki svona hávaða... en Iris er nú fimm árum yngri en ég og henni fannst þetta líka :-) Lætin voru svo mikil að það var erfitt að heyra hvaða lög þeir voru að spila... helst að maður heyrði það ef maður hélt fyrir eyrun.
Jæja, ætla að vinna smá... fyrst mér tókst að slíta mig frá nýja leikfanginu.

2:38 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker