miðvikudagur, september 28, 2005

Klukk!

Fimm ónauðsynlegar upplýsingar um mig:
1. Mér er illa við geitunga og kóngulær
2. Það er drasl á skrifborðinu mínu
3. Mér finnst allir íslensku þættirnir á Skjá einum leiðinlegir
4. Ég gleymdi að tannbursta mig í gærkvöldi
5. Ég sé 6 ljósastaura út um gluggann á skrifstofunni minni
Þar hafið þið það :-) Hverjum datt eiginlega þetta klukkdæmi í hug?


Lítið að frétta núna, er bara búin að vera á kafi í vinnu til að klára allt áður en ég fer í fríííííííí! Við förum til Lanzarote á þriðjudaginn og hlökkum ekkert lítið til.
Um síðustu helgi fór ég í steinanudd hjá Irisi á Nordica og það var meiriháttar notalegt. Ég er sko alveg til í svona aftur! Mæli eindregið með að allir prófi þetta, kostar slatta en er sko alveg þess virði.
Á heimleiðinni lenti ég svo í smá ævintýri. Það voru tveir hestar á Reykjanesbrautinni, bara að rölta þar í rólegheitunum. Ég lenti sem sé á hestaveiðum ásamt nokkrum öðrum vegfarendum og fjórum lögregluþjónum. Klárarnir náðust eftir smá eltingaleik og svo stóðum við þarna eins og glópar með tvo hesta og vissum ekkert hvað við áttum að gera við þá. Ég lét mig nú hverfa áður en niðurstaða var komin í málið, svo ég veit ekki hvernig þetta endaði. Kannski standa löggurnar ennþá utan við veg með hestana :-)

Við skutluðum nagladekkjunum undir bílinn í fyrradag. Heiðrún fær nefnilega bílinn lánaðan á meðan við erum úti, og betra að hafa hana vel dekkjaða þar sem hún ætlar sennilega að skreppa norður í hríðina.
Jæja, farin að vaska upp.

4:59 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker