mánudagur, janúar 23, 2006

Ekki lengur gift rútubílstjóra!!!

Elli er hættur á rútunni eftir tæplega 30 ára starf og byrjaði að vinna hjá Njarðtak í morgun. Þetta gerðist frekar snögglega, Kynnisferðir keyptu SBK og hann var löngu búinn að ákveða að hætta ef það myndi gerast. Eigandi Njarðtaks var fljótur að grípa hann, var búinn að bjóða honum vinnu áður en hann náði að skrifa uppsagnarbréfið :-)
Það virðist annars vera eitthvað að ganga hjá fólki að hætta í vinnunni. Tvær af mínum systrum hafa hætt á árinu og ein vinkona mín var að segja upp. Ég er nú farin að pæla í að senda mínum yfirmanni tölvupóst og segja honum að taka ekki mark á mér ef ég segi upp! ;-)
Átakið okkar gengur ágætlega, Elli er búinn að losa sig við þrjú kíló og 10,5 cm. Ég er aðeins hógværari, 1,5 kg farin og 8,5 cm. En ég er mjög ánægð með þetta og ætla að halda ótrauð áfram.
Að öðru leyti er bara ekkert að frétta, ég sit við tölvuna allan daginn og vinn og vinn... alltaf mikið að gera á þessum árstíma.

10:41 f.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker