miðvikudagur, janúar 11, 2006

Nú fer maður að verða minni manneskja!

Jæja, þá eru 11 dagar liðnir af nýju ári og heilmikið um að vera. DV (Drulla og Vitleysa) að gera allt vitlaust eins og venjulega, hvað eiga þeir eiginlega að fá að ganga langt? Ef þið viljið taka þátt í að skamma þá getið þið smellt hér.
Af mér og mínum er það helst að frétta að við hjónin erum í átaki. Nú er bara Herbalife á fullu og út að labba á hverjum degi, Emil til ómældrar ánægju. Elli missti tvö kíló á viku en ég var aðeins hógværari og losaði mig bara við 600 grömm. Sentimetrarnir spænast líka burt og það er bara gaman.
Við lentum í furðulegu atviki um helgina sem styrkti okkur enn meira í þeirri ákvörðun að léttast. Fjögurra manna, tæplega ársgamli sófinn okkar brotnaði! Bara við það að eiginmaðurinn settist við hliðina á mér! Okkur fannst þetta þó frekar undarlegt, því við erum nú ekki mörg hundruð kíló, þannig að við höfðum samband við IKEA og þeir sendu okkur bara annan sófa. Þetta var sem sé þekktur galli í þessum sófum... eins gott að þeir áttu hann á lager, annars hefðum við þurft að skiptast á að horfa á sjónvarpið :-)
Annars gengur allt sinn vanagang hjá mér, heilsan er að komast í lag og ég er farin að mæta í vinnuna á hverjum morgni. Ég er meira að segja svo dugleg að labba alltaf í vinnuna! Hehehehe...
Heiðrún er komin með vinnu, hún er ótrúlega snögg alltaf að redda sér svoleiðis. Til hamingju með starfið litla syss!
Nú vil ég skora á aðra bloggara að fara að skrifa eitthvað á sínar síður svo ekki verði heimsendir í bloggheimum. Mamma hefur ekki bloggað síðan 18. des. (en hún hefur nú ágætis afsökun), Heiðrún ekki síðan 25. des, Katrín ekki síðan 22. des, Iris ekki síðan 5. des, og Regína ekki síðan 10. október! Brynja og Sigrún Heiða eru þó ofurduglegar þar sem þær hafa báðar bloggað á þessu ári :-)

6:25 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker