fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Hellú!

Jæja, er ekki kominn tími á blogg?
Hjá mér er frekar lítið að frétta þessa dagana, það er svo mikið að gera í vinnunni að ég geri eiginlega bara ekkert annað. Er alltaf að reyna að gera fjárhagsáætlun fyrir árið, en það er frekar erfitt þegar ákveðinn ráðherra er alltaf að skipta um skoðun, svo ég þarf að reikna allt aftur og aftur og aftur...
Emil slasaði sig í fyrradag og er núna haltur á tveimur fótum. Hann var úti að hlaupa og skar sig í lappirnar á einhverju og er búinn að vera voða lítill í sér síðan. Hann er nú samt allur að koma til. Hann er ótrúlega rólegur þegar við erum að skoða á honum lappirnar, treystir okkur greinilega alveg fyrir sínum sárum.
Við keyptum okkur frystikistu í byrjun mánaðarins og erum búin að vera að dunda okkur við að kaupa mat í hana. Við eigum núna von á tveimur lambaskrokkum að norðan, ef þeir komast þá suður vegna veðurs.
Kistan átti að fara upp á loft, en dyrnar þangað voru EINUM cm of mjóar svo það gekk ekki... hún verður því að deila herbergi með þvottavélinni og þeim kemur nú bara ágætlega saman. Snúrurnar voru teknar niður og færðar upp á loft í staðinn, svo nú er alltaf hálfgerð útilykt af þvottinum og það er sko ekki slæmt :-) Þetta er þó bara tímabundið ástand, því það stendur til að brjóta niður eins og tvo veggi, einn til að opna betur upp á loft og annan til að stækka bleika og bláa baðherbergið. Sem sé miklar framkvæmdir framundan... vonandi á þessu ári, en það fer eftir fjárhag.Jæja, ætla að halda áfram að reikna. Bless í bili...

2:32 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker