miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Til hamingju Ísland!

Jæja, eruð þið ekki hress? Ekki ég... er með kvef og mína venjulegu nefsýkingu sem ég fæ reglulega. Orðin dálítið þreytt á henni, enda er hún búin að koma á þriggja mánaða fresti í níu ár!
Annars er bara lítið að frétta, lífið gengur sinn vanagang. Við Emil sitjum við tölvuna (hann liggur nú reyndar meira við lappirnar á mér) allan daginn og Elli þvælist um skagann á vörubíl á meðan.
Hafið þið spáð í hvað myndi gerast ef við myndum asnast til að vinna Eurovision einhverntíma? Íslendingar eru með svo mikið stórmennskubrjálæði að við verðum alltaf að vera flottust og sterkust og best í öllu. Ef við myndum vinna keppnina yrði keppnin hjá okkur að vera stærri og flottari í alla staði en hjá öðrum þjóðum. Ríkisútvarpið yrði því að punga út ansi mörgum aurum fyrir stærstu og flottustu Eurovisionsýningu allra tíma. Þar sem RÚV á nú enga aukasjóði eftir þegar búið er að kaupa leiðinlegasta menningarefni í heimi og fullt af fótboltaleikjum þá yrði að hækka skattana í landinu til að eiga fyrir Eurovision. Og hver borgar skattana?
Þannig að nú segi ég bara TIL HAMINGJU ÍSLAND! Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af að skattarnir verði hækkaðir á næsta ári til að halda söngvakeppni :-)
(Svona fyrir ykkur sem búið í útlöndum og vitið ekkert hvað ég er að tala um þá er þetta framlag Íslendinga til Eurovision í ár)
Góðar stundir :-)

5:46 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker