föstudagur, mars 31, 2006

Vegna fjölda áskorana...

Allt í lagi, ég skal blogga. Síðustu vikur hafa verið frekar klikkaðar í vinnunni svo ég hef bara ekki haft tíma til að gera neitt skemmtilegt. Gaf mér þó tíma til að skreppa í fermingarveisluna hjá Aldísi frænku og það var bara gaman. Góður matur og skemmtilegt fólk.
Eftir veisluna skelltum við hjónin okkur í IKEA og eyddum fullt af peningum og það var líka gaman :-) Við keyptum okkur geisladiskahillur sem voru í svo löngum kössum að ég þurfti að sitja nánast undir mælaborðinu á leiðinni heim.
Þegar heim var komið voru hillurnar skrúfaðar saman og settar upp og þegar það var búið fórum við að raða í þær. Þá komumst við að því að við eigum bara ekki nógu mikið af geisladiskum, svo nú þarf að kaupa fleiri svoleiðis :-)
Emil situr hér hjá mér og er að biðja mig að flytja nýjustu fréttir af sér. Hann var rosalega duglegur í gærkvöldi. Hann ákvað nefnilega að skella sér í vorhreingerningar (hann fékk að vísu smá aðstoð frá mömmu sinni). Bólin hans voru hrist úti á svölum, dallarnir hans fóru í uppþvottavélina, það var sett hreint á rúmið hans og svo endaði hann á því að skella sér í bað. Hann var nú ekkert lítið montinn þegar hann var búinn að þessu öllu og núna er hann glansandi fínn og ilmandi. Hann er í miklu hárlosi núna og það eykst alltaf þegar hann er nýbúinn í baði, svo hann benti á að það væri betra að fara í bað núna til að hárlosið verði farið að minnka þegar amma hans kemur í heimsókn :-)
Jæja, best að halda áfram að vinna... þarf að undirbúa fund sem verður með ráðuneytisfólki á mánudaginn. Eins gott að vera með allar staðreyndir á hreinu...
Ciao!

10:40 f.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker