þriðjudagur, september 07, 2004
Bjórinn
Jæja, þá er helgin að baki og alvara lífsins tekin við aftur. Bjórþambið gekk alveg prýðilega, Ásta bannaði okkur hinum að fara út fyrr en bjórinn kláraðist, en okkur tókst þó að laumast út áður en ísskápurinn tæmdist. Þá var skundað á ball á Búðarkletti með smá viðkomu heima hjá mér til að vinda hundinn.
Þetta var alveg ágætt ball, skemmtileg tónlist og mátulega mikið af fólki. Við dönsuðum mikið og börðum af okkur karlmennina, sem voru bara þónokkuð ágengir... sumir hverjir.
Á sunnudaginn vorum við Emil voða löt, láum bara í sófanum og horfðum á vídeó. Í gær var það svo Reykjavíkurferð hjá mér og svefn hjá hvutta, með viðeigandi fjöri í gærkvöldi. Við fórum í langan göngutúr í rigningunni fyrir svefninn og það varð til þess að ég fékk bara óvenju mikinn svefn í nótt :-) Næsta fimmtudag verður hann svo sennilega einn heima svona lengi í síðasta sinn, því í næstu viku er ég að hugsa um að vera í sumarfríi, og í vikunni eftir það byrjar hann í hundaleikskólanum, og fer þá með mér til Reykjavíkur.
Talandi um sumarfríið... hefur einhver tillögu um í hvað ég á að eyða því? Ég er nefnilega að taka frí aðallega til að sleppa við tvær Reykjavíkurferðir... er nefnilega pínu blönk... en allar tillögur verða vel þegnar. Má bara ekki kosta neitt :-)
Nú eru bara 27 dagar þar til Iris kemur heim... rosalega hlakka ég til :-) Það verður gaman að fá litlu systur í nesið.
11:20 f.h.
|
Þetta var alveg ágætt ball, skemmtileg tónlist og mátulega mikið af fólki. Við dönsuðum mikið og börðum af okkur karlmennina, sem voru bara þónokkuð ágengir... sumir hverjir.
Á sunnudaginn vorum við Emil voða löt, láum bara í sófanum og horfðum á vídeó. Í gær var það svo Reykjavíkurferð hjá mér og svefn hjá hvutta, með viðeigandi fjöri í gærkvöldi. Við fórum í langan göngutúr í rigningunni fyrir svefninn og það varð til þess að ég fékk bara óvenju mikinn svefn í nótt :-) Næsta fimmtudag verður hann svo sennilega einn heima svona lengi í síðasta sinn, því í næstu viku er ég að hugsa um að vera í sumarfríi, og í vikunni eftir það byrjar hann í hundaleikskólanum, og fer þá með mér til Reykjavíkur.
Talandi um sumarfríið... hefur einhver tillögu um í hvað ég á að eyða því? Ég er nefnilega að taka frí aðallega til að sleppa við tvær Reykjavíkurferðir... er nefnilega pínu blönk... en allar tillögur verða vel þegnar. Má bara ekki kosta neitt :-)
Nú eru bara 27 dagar þar til Iris kemur heim... rosalega hlakka ég til :-) Það verður gaman að fá litlu systur í nesið.
11:20 f.h.