fimmtudagur, september 30, 2004
Fimmtudagur í Borgarnesi
Það er hálf skrítið að sitja við tölvuna hér heima á fimmtudegi, en vera ekki í Reykjavíkurskrifstofunni. En lekinn á skrifstofunni minni hefur enn ekki verið lagaður, svo ég fer ekkert í bæinn... fyrr en á mánudaginn þegar ég fer til að sækja Irisi, jibbí!
Ég fékk skrítið bréf í vikunni, þar sem mér var þakkað fyrir mitt framlag til Borgfirðingahátíðar í júní sl. Mér finnst þetta merkilegt því ég veit ekki til þess að ég hafi lagt neitt að mörkum til þessarar hátíðar, vissi ekki einu sinni af henni fyrr en hún var næstum búin. Mig grunar hins vegar að alnafna mín í Borgarnesi hafi kannski átt að fá þetta bréf, svo ég hugsa að ég trítli með það til hennar einhvern daginn, svo þessar kæru þakkir komist til skila. Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem okkur frænkunum er ruglað saman, ég á nokkrar skemmtilegar sögur af því :-)
Langþráð mánaðarmót eru að skella á, og það stóð til að við Ásta héldum upp á þau (fólk heldur upp á mánaðarmótin des-jan, af hverju ekki sep-okt?). En sennilega verður ekkert úr þessum hátíðarhöldum, svo það er þá bara ein róleg helgin enn framundan hjá mér. Það eru ekki allar helgar svo villtar að maður endi með skyr á bakinu sko...
Ég fékk símtal frá skrifstofu Borgarbyggðar áðan og mér var sagt að merkiplatan hans Emils væri loksins komin. Emil fékk undanþágu frá hundabanninu 5. ágúst sl. og ég var orðin hálf þreytt á að bíða eftir blessuðu merkinu. Allan þennan tíma hefur litli hvuttinn minn litið út fyrir að vera ólöglegur og ég hef fengið í magann í hvert sinn sem löggan keyrir framhjá, en núna er þetta allt á réttri leið. Ég notaði tækifærið líka á þriðjudaginn þegar ég kvartaði yfir merkisleysinu og benti á að ruslið hefði ekki verið tekið hjá mér í mánuð, og þeir lofuðu að bæta úr því. Enn hefur það þó ekki verið tekið, svo það er ekki góð lyktin bakvið húsið mitt :-( En það er samt gott að búa í Borgarnesi :-)
11:55 f.h.
|
Ég fékk skrítið bréf í vikunni, þar sem mér var þakkað fyrir mitt framlag til Borgfirðingahátíðar í júní sl. Mér finnst þetta merkilegt því ég veit ekki til þess að ég hafi lagt neitt að mörkum til þessarar hátíðar, vissi ekki einu sinni af henni fyrr en hún var næstum búin. Mig grunar hins vegar að alnafna mín í Borgarnesi hafi kannski átt að fá þetta bréf, svo ég hugsa að ég trítli með það til hennar einhvern daginn, svo þessar kæru þakkir komist til skila. Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem okkur frænkunum er ruglað saman, ég á nokkrar skemmtilegar sögur af því :-)
Langþráð mánaðarmót eru að skella á, og það stóð til að við Ásta héldum upp á þau (fólk heldur upp á mánaðarmótin des-jan, af hverju ekki sep-okt?). En sennilega verður ekkert úr þessum hátíðarhöldum, svo það er þá bara ein róleg helgin enn framundan hjá mér. Það eru ekki allar helgar svo villtar að maður endi með skyr á bakinu sko...
Ég fékk símtal frá skrifstofu Borgarbyggðar áðan og mér var sagt að merkiplatan hans Emils væri loksins komin. Emil fékk undanþágu frá hundabanninu 5. ágúst sl. og ég var orðin hálf þreytt á að bíða eftir blessuðu merkinu. Allan þennan tíma hefur litli hvuttinn minn litið út fyrir að vera ólöglegur og ég hef fengið í magann í hvert sinn sem löggan keyrir framhjá, en núna er þetta allt á réttri leið. Ég notaði tækifærið líka á þriðjudaginn þegar ég kvartaði yfir merkisleysinu og benti á að ruslið hefði ekki verið tekið hjá mér í mánuð, og þeir lofuðu að bæta úr því. Enn hefur það þó ekki verið tekið, svo það er ekki góð lyktin bakvið húsið mitt :-( En það er samt gott að búa í Borgarnesi :-)
11:55 f.h.