mánudagur, september 27, 2004
Hollywood
Við Emil brunuðum í bæinn í morgun, hann fór á leikskólann og ég í vinnuna. En minn vinnudagur varð mjög stuttur, því ég stoppaði bara í rúman klukkutíma og tók ekki einu sinni tölvuna upp úr töskunni. Loftið í skrifstofunni minni hafði nefnilega hrunið niður á gólf og dreift vel úr sér þar. Ástæðan fyrir þessari hegðun er raki sem ég er búin að kvarta yfir síðan stofnunin flutti í nýja húsnæðið í júní. Ég komst líka að því í dag að ég hef ofnæmi fyrir loftplötumauki og varð öll rauðflekkótt og klæjaði út um allt. Þegar ég var orðin fallega jarðarberjalit sendi forstöðumaðurinn mig heim og ég bætti um betur og sagðist ekki mæta fyrr en skrifstofan mín verður orðin hrein og þurr og engin hætta á loftárásum.
Ég sótti Emil snemma á leikskólann og eyddi klukkutíma þar í að tala við sætu hundafóstrurnar (karlkyns), svo fórum við (ég og Emil, fóstrurnar urðu eftir) í heimsókn til ömmu og afa áður en við fórum heim.
Á heimleiðinni ákvað ég að keyra Hvalfjörðinn þar sem veðrið var svo frábært, en tafðist í klukkutíma á leiðinni þar sem Baltasar Kormákur var að búa til bíómynd með fullt af amerískum bílum og frægum stjörnum og gulum miðjulínum. Nú verð ég sem sé að sjá þessa blessuðu mynd :-)
Þegar heim var komið skemmti ég mér við að skipta um blöndunartæki í sturtunni (alein, svo dugleg) og nú hlakka ég til næstu sturtu... oooh hvað það verður gaman. Vill einhver koma með? Nei, þetta var nú bara spaug... það fær sko ekki hver sem er að koma með mér í sturtu ;-)
8:46 e.h.
|
Ég sótti Emil snemma á leikskólann og eyddi klukkutíma þar í að tala við sætu hundafóstrurnar (karlkyns), svo fórum við (ég og Emil, fóstrurnar urðu eftir) í heimsókn til ömmu og afa áður en við fórum heim.
Á heimleiðinni ákvað ég að keyra Hvalfjörðinn þar sem veðrið var svo frábært, en tafðist í klukkutíma á leiðinni þar sem Baltasar Kormákur var að búa til bíómynd með fullt af amerískum bílum og frægum stjörnum og gulum miðjulínum. Nú verð ég sem sé að sjá þessa blessuðu mynd :-)
Þegar heim var komið skemmti ég mér við að skipta um blöndunartæki í sturtunni (alein, svo dugleg) og nú hlakka ég til næstu sturtu... oooh hvað það verður gaman. Vill einhver koma með? Nei, þetta var nú bara spaug... það fær sko ekki hver sem er að koma með mér í sturtu ;-)
8:46 e.h.