laugardagur, september 11, 2004
Laugardagur
Þá er ein helgin enn komin, og ég er komin í sumarfrí! Við Emil ætlum bara að hafa það gott næstu daga, ekki fara neitt nema kannski í hlýðniæfingar eitthvað út fyrir bæinn... og svo náttúrulega í marga marga göngutúra.
Það hefur nákvæmlega ekkert gerst spennandi hjá mér í vikunni, bara vinna og aukavinna og sjónvarpsgláp þess á milli. Fór meira að segja í rúmið kl. hálf ellefu í gærkvöldi, því ég hafði bara ekkert annað að gera. Ætlaði reyndar að horfa á Blue Velvet á skjá einum, en fannst það nú frekar ömurleg mynd, svo ég slökkti bara og fór að lesa Napóleonsskjölin... Arnaldur klikkar ekki. Emil vakti mig svo með kossi á hálsinn klukkan hálf ellefu í morgun, voða sætt :)
Í dag stendur svo til að þrífa og taka til, þvo þvott og fleira álíka skemmtilegt. Það eru allir velkomnir að koma og taka þátt í fjörinu :)
Smá viðbót í barna/hundaumræðuna hér um daginn. Las athyglisverða grein í DV í vikunni. Þar var sagt frá rannsókn sem sýndi að greind fólks minnkar við að eignast börn! Var ekkert minnst á að hún minnkaði við að fá sér hund..... ;-)
1:13 e.h.
|
Það hefur nákvæmlega ekkert gerst spennandi hjá mér í vikunni, bara vinna og aukavinna og sjónvarpsgláp þess á milli. Fór meira að segja í rúmið kl. hálf ellefu í gærkvöldi, því ég hafði bara ekkert annað að gera. Ætlaði reyndar að horfa á Blue Velvet á skjá einum, en fannst það nú frekar ömurleg mynd, svo ég slökkti bara og fór að lesa Napóleonsskjölin... Arnaldur klikkar ekki. Emil vakti mig svo með kossi á hálsinn klukkan hálf ellefu í morgun, voða sætt :)
Í dag stendur svo til að þrífa og taka til, þvo þvott og fleira álíka skemmtilegt. Það eru allir velkomnir að koma og taka þátt í fjörinu :)
Smá viðbót í barna/hundaumræðuna hér um daginn. Las athyglisverða grein í DV í vikunni. Þar var sagt frá rannsókn sem sýndi að greind fólks minnkar við að eignast börn! Var ekkert minnst á að hún minnkaði við að fá sér hund..... ;-)
1:13 e.h.