föstudagur, september 03, 2004

Réttir

Þá er kominn föstudagur... loksins. En hann verður frekar í lengra lagi hjá mér, því ég fer að vinna í Hyrnunni klukkan fimm. 14 tíma vinnudagur sem sé, en það er bara ágætt. Ég er eiginlega alveg hætt við að fara í réttir, svo þá getum við Emil sofið út í fyrramálið. Það er það besta við þennan hund minn, hann er rosalega duglegur að sofa út með mér :)
Einhver misskilningur virðist vera innan Norðvesturlandsdeildar fjölskyldunnar um að ég hafi verið að bræða með mér hvort ég ætti að fara á réttarball eða ekki. Það stóð aldrei til, eins sjá má á eldri bloggum. Það eru bara réttirnar sjálfar sem ég er að pæla í, kvöldinu var ég þegar búin að lofa í annað. Ásta vinkona mín er með fullan ísskáp af bjór sem ég er búin að lofa að aðstoða hana við að losa sig við. Miðað við afrek síðustu vikna í bjórþambi ætti ég alveg að geta komið í mig eins og tveimur bjórum, ef ég gef mér nógu langan tíma í verkið ;)
Ég vil þakka þeim innilega sem reynt hafa að bjóða mér mat og gistingu til að ég komi á ball, og sérstaklega vil ég þakka heiðurinn af að fá að borga tvöfalt inn á ballið, en ég verð að eiga þetta inni hjá ykkur fyrir þorrablótið :)
Gissur afi á afmæli í dag, er 82 ára, og óska ég honum innilega til hamingju með það. Reyndar finnst mér ósennilegt að hann lesi þetta, svo sennilega verð ég að hringja í hann til að hamingjuóskirnar skili sér. En það er líka allt í lagi, alltaf gaman að spjalla við afa :)

1:47 e.h.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker