miðvikudagur, september 01, 2004
Við heimtum aukavinnu...
Þá er ég búin að ráða mig í aukavinnu í Hyrnunni, allavega tvö kvöld í viku, það verður nú ábyggilega bara ágætis tilbreyting. Og ekki verra að fá smá aukapening líka...
Hér hafa verið líflegar umræður á kommentunum hvort er betra að eiga hund eða börn. Fólki er velkomið að rökræða það áfram, alltaf gaman að taka þátt í rökræðum og fylgjast með þeim :)
Ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi að fara norður um helgina í réttirnar eða ekki. Ég veit það yrði rosa gaman að fara, en samt er ég einhvernveginn ekki að nenna því. Skrítið, því ég hef ekki sleppt réttum síðan.... ja, ég man ekki hvenær. Ég veit ég komst ekki haustið 1988... Ég ætla að athuga í dag hvort litli bróðir vilji fara, og þá fer ég kannski með hann. En ball fer ég ekki á, sama hvað hver segir.
Eins og fólk hefur séð á blogginu hennar Katrínar, þá er Iris að koma heim... JIBBÍ! Það finnst mér sko ekki leiðinlegt, sérstaklega þar sem hún ætlar að búa hjá mér í einhverjar vikur á meðan hún kemur undir sig fótunum. Verður ekki slæmt að hafa nuddara á heimilinu :)
Nú ætla ég að hætta þessu bulli í bili, og reyna að gera eitthvað af viti í vinnunni...
11:22 f.h.
|
Hér hafa verið líflegar umræður á kommentunum hvort er betra að eiga hund eða börn. Fólki er velkomið að rökræða það áfram, alltaf gaman að taka þátt í rökræðum og fylgjast með þeim :)
Ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi að fara norður um helgina í réttirnar eða ekki. Ég veit það yrði rosa gaman að fara, en samt er ég einhvernveginn ekki að nenna því. Skrítið, því ég hef ekki sleppt réttum síðan.... ja, ég man ekki hvenær. Ég veit ég komst ekki haustið 1988... Ég ætla að athuga í dag hvort litli bróðir vilji fara, og þá fer ég kannski með hann. En ball fer ég ekki á, sama hvað hver segir.
Eins og fólk hefur séð á blogginu hennar Katrínar, þá er Iris að koma heim... JIBBÍ! Það finnst mér sko ekki leiðinlegt, sérstaklega þar sem hún ætlar að búa hjá mér í einhverjar vikur á meðan hún kemur undir sig fótunum. Verður ekki slæmt að hafa nuddara á heimilinu :)
Nú ætla ég að hætta þessu bulli í bili, og reyna að gera eitthvað af viti í vinnunni...
11:22 f.h.